Kínverjar brjálaðir í jeppa Finnur Thorlacius skrifar 10. mars 2015 16:01 Jeppar seljast eins og heitar lummur í Kína. Þó svo að Bandaríkjamenn séu þekktir fyrir ást sína á jeppum og pallbílum virðist sem Kínverjar ætli jafnvel að slá þeim við. Sala á slíkum bílum í janúar og febrúar jókst um 66% frá árinu í fyrra. Heildarsala bíla í Kína á þessum tveimur mánuðum jókst um 16%. Það er fleira sem Kínverjar eiga sameiginlegt með Bandaríkjamönnum er kemur að vali á bílum. Þekkt er ást þeirra vestra á fólksbílum sem bjóðast af lengri gerð en hefðbundin smíði þeirra. Kínverjar hafa eiginlega tekið þessa ást í enn meiri hæðir því varla seljast stærri fólksbílar eins og Audi A8, Mercedes Benz S-Class og BMW 7-línan nema af lengdri gerð í Kína. Í Kína er langstærsti bílamarkaður heims og þar seldust alls 23,5 milljón fólksbílar og atvinnubílar í fyrra og var það ríflega fjórðungur af heimssölunni, sem var um 80 milljón bílar. Ef 16% söluaukning verður allt árið í ár líkt og hefur verið á fyrstu 2 mánuðum þessa árs verður sala bíla í Kína 27,3 milljón bílar. Ekki er þó búist svo mikilli sölu í ár, en í upphafi árs var spáð um 7% söluaukningu. Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent
Þó svo að Bandaríkjamenn séu þekktir fyrir ást sína á jeppum og pallbílum virðist sem Kínverjar ætli jafnvel að slá þeim við. Sala á slíkum bílum í janúar og febrúar jókst um 66% frá árinu í fyrra. Heildarsala bíla í Kína á þessum tveimur mánuðum jókst um 16%. Það er fleira sem Kínverjar eiga sameiginlegt með Bandaríkjamönnum er kemur að vali á bílum. Þekkt er ást þeirra vestra á fólksbílum sem bjóðast af lengri gerð en hefðbundin smíði þeirra. Kínverjar hafa eiginlega tekið þessa ást í enn meiri hæðir því varla seljast stærri fólksbílar eins og Audi A8, Mercedes Benz S-Class og BMW 7-línan nema af lengdri gerð í Kína. Í Kína er langstærsti bílamarkaður heims og þar seldust alls 23,5 milljón fólksbílar og atvinnubílar í fyrra og var það ríflega fjórðungur af heimssölunni, sem var um 80 milljón bílar. Ef 16% söluaukning verður allt árið í ár líkt og hefur verið á fyrstu 2 mánuðum þessa árs verður sala bíla í Kína 27,3 milljón bílar. Ekki er þó búist svo mikilli sölu í ár, en í upphafi árs var spáð um 7% söluaukningu.
Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent