Innanríkisráðherra vill að fólk ráði nöfnum barna sinna Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 10. mars 2015 21:03 Innanríkisráðuneytið skoðar nú hvort þörf sé á að endurskoða lög um mannanöfn og biðlar til almennings að koma sínum sjónarmiðum um mannanafnalög á framfæri. Innanríkisráðherra er opinn fyrir breytingum á lögunum. Mannanafnalög hafa verið í gildi hér á landi allt frá árinu 1914, en í þeim er meðal annars kveðið á um störfn mannanafnanefndar sem meðal annars hefur það hlutverk að skera úr álita eða ágreiningsmálum sem kunna að koma upp um nafngjafir og nafnritun. Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir að nú sé komin tími til að ræða breytingar í málaflokknum. „Ég er mjög þeirrar skoðunar að fólk eigi nú að ráða sínum málum sjálft og hafa frelsi til þess að velja nöfn á börnin sín,“ segir hún. Almenningi gefst frá og með deginum í dag kostur á að segja senda sína rökstuddu skoðun á mannanafnalögum til innanríkisráðuneytisins. Verða helstu niðurstöður svo nýttar við mat á því hvort lagðar verði til breytingar á gildandi lögum, sem Ólöf segist vera opin að verði breytt. „Við erum opin fyrir breytingum en það togast samt alltaf á í mér ákveðin íhaldssemi og þessi grundvallarskoðun mín að við eigum að fá að ráða okkur sjálf,“ bætir hún við.En er réttlætanlegt árið 2015 að fjölskyldur séu að fá dagsektir þegar barnið þeirra heitir ekki eitthvað sem ríkinu þóknast?„Þetta er bara að lögum og það er ekki að ástæðulausu sem ég er að setja þetta á dagskrá, það er af því að er ég sjálf þeirrar skoðunar að það sé ástæða til að endurskoða þetta,“ segir innanríkisráðherra. Mannanöfn Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira
Innanríkisráðuneytið skoðar nú hvort þörf sé á að endurskoða lög um mannanöfn og biðlar til almennings að koma sínum sjónarmiðum um mannanafnalög á framfæri. Innanríkisráðherra er opinn fyrir breytingum á lögunum. Mannanafnalög hafa verið í gildi hér á landi allt frá árinu 1914, en í þeim er meðal annars kveðið á um störfn mannanafnanefndar sem meðal annars hefur það hlutverk að skera úr álita eða ágreiningsmálum sem kunna að koma upp um nafngjafir og nafnritun. Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir að nú sé komin tími til að ræða breytingar í málaflokknum. „Ég er mjög þeirrar skoðunar að fólk eigi nú að ráða sínum málum sjálft og hafa frelsi til þess að velja nöfn á börnin sín,“ segir hún. Almenningi gefst frá og með deginum í dag kostur á að segja senda sína rökstuddu skoðun á mannanafnalögum til innanríkisráðuneytisins. Verða helstu niðurstöður svo nýttar við mat á því hvort lagðar verði til breytingar á gildandi lögum, sem Ólöf segist vera opin að verði breytt. „Við erum opin fyrir breytingum en það togast samt alltaf á í mér ákveðin íhaldssemi og þessi grundvallarskoðun mín að við eigum að fá að ráða okkur sjálf,“ bætir hún við.En er réttlætanlegt árið 2015 að fjölskyldur séu að fá dagsektir þegar barnið þeirra heitir ekki eitthvað sem ríkinu þóknast?„Þetta er bara að lögum og það er ekki að ástæðulausu sem ég er að setja þetta á dagskrá, það er af því að er ég sjálf þeirrar skoðunar að það sé ástæða til að endurskoða þetta,“ segir innanríkisráðherra.
Mannanöfn Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira