Mercedes Benz GLC fær mýkri línur Finnur Thorlacius skrifar 11. mars 2015 11:26 Mikið breytt útlit frá síðasta GLK-bíl. Þessi mynd náðist af nýjum Mercedes Benz GLC, án feluklæða, sem leysa mun brátt af hólmi GLK jeppa Benz. Eins og sjá má leika mýkri línur nú um bílinn, en mörgum þótti GLK-bíllinn full kantaður í útliti. Nef nýja bílsins er mun lægra og afturhlutinn hallar aftur og ber keim af „coupe“-lagi. Nýr GLC kemur á markað í sumar. Hvað vélarkosti í þessum nýja bíl áhrærir þykir líklegt að hann bjóðist með 2,0 lítra forþjöppuvél og 3,0 lítra vél með tveimur forþjöppum. Þá hefur sést til bílsins við prófanir með mjög öflugri vél sem líklega er 4,0 lítra V8 vél, einnig með tveimur forþjöppum, eða 3,0 lítra vélinni sem einnig finnst í C450 AMG Sport bílnum og skartar hún einnig tveimur forþjöppum. Sú útgáfa bílsins verður að minnsta kosti enginn letingi. Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Innlent
Þessi mynd náðist af nýjum Mercedes Benz GLC, án feluklæða, sem leysa mun brátt af hólmi GLK jeppa Benz. Eins og sjá má leika mýkri línur nú um bílinn, en mörgum þótti GLK-bíllinn full kantaður í útliti. Nef nýja bílsins er mun lægra og afturhlutinn hallar aftur og ber keim af „coupe“-lagi. Nýr GLC kemur á markað í sumar. Hvað vélarkosti í þessum nýja bíl áhrærir þykir líklegt að hann bjóðist með 2,0 lítra forþjöppuvél og 3,0 lítra vél með tveimur forþjöppum. Þá hefur sést til bílsins við prófanir með mjög öflugri vél sem líklega er 4,0 lítra V8 vél, einnig með tveimur forþjöppum, eða 3,0 lítra vélinni sem einnig finnst í C450 AMG Sport bílnum og skartar hún einnig tveimur forþjöppum. Sú útgáfa bílsins verður að minnsta kosti enginn letingi.
Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Innlent