Lífið

Sýningin Hæg breytileg átt fauk í burtu

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Af vettvangi sýningarinnar.
Af vettvangi sýningarinnar. vísir/vilhelm
Listasýningin Hæg breytileg átt átti að opna á morgun en fresta þurfti opnuninni eftir að tjald hennar hóf að fjúka í óveðrinu. Tjald sem strengt er yfir portið í Hafnarhúsinu þar sem uppsetning sýningarinnar var þegar hafin til skemmdist svo illa í óveðrinu að ekki verður hægt að opna sýninguna á morgun. Þess í stað opnar hún á föstudag klukkan 17.

Ástæða frestunarinnar ekki síst að tryggja öryggi sýningargesta en Listasafn Reykjavíkur leggur áherslu á að óhapp sem þetta hefur aldrei gerst áður.

Sýningin sem um ræðir er hluti af Hönnunarmars og afrakstur verkefnisins Hæg breytileg átt þar sem fjórir hópar skipaðir fræðimönnum úr ólíkum áttum unnu saman að mótun hugmynda um vistvænni, og framsæknari íbúðarkosti í íslensku þéttbýli þar sem allra veðra er einmitt von.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.