Þýskir bílaframleiðendur yngja upp í forstjórastólunum Finnur Thorlacius skrifar 12. mars 2015 09:59 Forstjórarnir verða sífellt yngri hjá þýsku bílaframleiðendunum. Undanfarið hafa orðið miklar breytingar í yfirstjórn flestra þýsku bílaframleiðendanna og þar hafa yngri stjórnendur tekið við keflinu. Brátt mun Harald Krueger taka við forstjórahlutverkinu hjá BMW og Herbert Diess taka yfir Volkswagen merkið. Með þeim breytingum eru 4 af 6 forstjórum þýsku bílamerkjanna rétt í kringum fimmtugt. Markar það talsverða breytingu, en forstjórar fyrirtækjanna hafa gjarnan verið mun eldri. Þessar breytingar eru í takt við þá miklu kröfu sem til forstjóranna eru gerðar, að þeir séu vel inní nýjustu tækni og stjórnunaraðferðum og fylgist vel með öllum mörkuðum og keppinautum. Svo virðist sem stjórnir fyrirtækjanna treysti best yngri mönnum til að uppfylla þessi skilyrði, enda þróunin hröð á nútíma bílamarkaði. Þá telja stjórnir þeirra einnig mikinn kost að þessir yngri menn séu ekki bundnir klafa þess skrifræðis sem oft hefur einkennt bílafyrirtækin. Þeir finni upp nýjar stjórnunaraðferðir, stytti ferla og hunsi gamlar leikreglur. Framleiðsla bíla verður sífellt flóknari og því þurfi að stytta boðleiðir og taka ákvarðanir fyrr og greina vandamál hraðar. Þar telja stjórnir fyrirtækjanna að yngri menn sé líklegri til árangurs. Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent
Undanfarið hafa orðið miklar breytingar í yfirstjórn flestra þýsku bílaframleiðendanna og þar hafa yngri stjórnendur tekið við keflinu. Brátt mun Harald Krueger taka við forstjórahlutverkinu hjá BMW og Herbert Diess taka yfir Volkswagen merkið. Með þeim breytingum eru 4 af 6 forstjórum þýsku bílamerkjanna rétt í kringum fimmtugt. Markar það talsverða breytingu, en forstjórar fyrirtækjanna hafa gjarnan verið mun eldri. Þessar breytingar eru í takt við þá miklu kröfu sem til forstjóranna eru gerðar, að þeir séu vel inní nýjustu tækni og stjórnunaraðferðum og fylgist vel með öllum mörkuðum og keppinautum. Svo virðist sem stjórnir fyrirtækjanna treysti best yngri mönnum til að uppfylla þessi skilyrði, enda þróunin hröð á nútíma bílamarkaði. Þá telja stjórnir þeirra einnig mikinn kost að þessir yngri menn séu ekki bundnir klafa þess skrifræðis sem oft hefur einkennt bílafyrirtækin. Þeir finni upp nýjar stjórnunaraðferðir, stytti ferla og hunsi gamlar leikreglur. Framleiðsla bíla verður sífellt flóknari og því þurfi að stytta boðleiðir og taka ákvarðanir fyrr og greina vandamál hraðar. Þar telja stjórnir fyrirtækjanna að yngri menn sé líklegri til árangurs.
Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent