Higuaín með þrennu fyrir Napoli | Öll úrslit kvöldsins í Evrópudeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2015 14:40 Gonzalo Higuain fagnar einu af þremur mörkum sínum í kvöld. Vísir/Getty Argentínumaðurinn Gonzalo Higuaín var maður kvöldsins í Evrópudeildinni en hann skoraði öll þrjú mörk Napoli í 3-1 sigri á Dinamo Moskvu í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Alls fóru fram átta leiki í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar en seinni leikirnir fara síðan fram á fimmutdaginn í næstu viku. Dinamo Moskva komst í 1-0 á móti Napoli með marki Kevin Kurányi á annarri mínútu en tvö mörk frá Gonzalo Higuaín með sex mínútna millibili færðu Napoli-liðinu forystuna fyrir hálfleik. Gonzalo Higuaín innsiglaði síðan þrennuna sína eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik. Josip Ilicic kom Fiorentina í 1-0 í Ítalíuslagnum á móti Roma og Flórensliðið var yfir í klukkutíma. Adem Ljajić klikkaði á víti á 60. mínútu en Seydou Keita tryggði síðan Rómarliðnu jafntefli þrettán mínútum fyrir leikslok. Sevilla vann 3-1 útisigur á Villarreal í leik tveggja spænskra liða en Vitolo skoraði fyrsta marki leiksins eftir aðeins þrettán sekúndur. Sevilla á titil að verja og er komið með annan fótinn í átta liða úrslitin eftir þennan flotta útisigur. Everton vann 2-1 endurkomusigur á úkraínska liðinu Dynamo Kiev á Goodison Park í kvöld í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Dynamo Kiev komst yfir eftir aðeins fjórtán mínútna leik en Everton-menn jöfnuðu undir lok fyrri hálfleiksins og tryggðu sér svo sigurinn með marki úr vítaspyrnu átta mínútum fyrir leikslok.Úrslit úr fyrri leikjum sextán liða úrslita Evrópudeildarinnar:Zenit St. Petersburg - Torino 2-0 1-0 Axel Witsel (38.), 2-0 Domenico Criscito (53.)Club Brugge - Besiktas 2-1 0-1 Gökhan Töre (46.), 1-1 Tom De Sutter (62.), 2-1 Lior Refaelov (79.)Dnipro Dnipropetrovsk - Ajax 1-0 1-0 Roman Zozulya (30.)Wolfsburg - Inter 3-1 0-1 Rodrigo Palacio (6.), 1-1 Naldo (28.), 2-1 Kevin De Bruyne (63.), 3-1 Kevin De Bruyne (76.)Everton - Dynamo Kiev 2-1 0-1 Oleh Husyev (14.), 1-1 Steven Naismith (39.), 2-1 Romelu Lukaku (82.)Fiorentina - Roma 1-1 1-0 Josip Ilicic (17.), 1-1 Seydou Keita (77.)Napoli - Dinamo Moskva 3-1 0-1 Kevin Kurányi (2.), 1-1 Gonzalo Higuaín (25.), 2-1 Gonzalo Higuaín (31.), 3-1 Gonzalo Higuaín (55.),Villarreal - Sevilla 1-3 0-1 Vitolo (1.), 0-2 Stéphane Mbia (26.), 1-2 Luciano Vietto (48.), 1-3 Kévin Gameiro (50.) Evrópudeild UEFA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Sjá meira
Argentínumaðurinn Gonzalo Higuaín var maður kvöldsins í Evrópudeildinni en hann skoraði öll þrjú mörk Napoli í 3-1 sigri á Dinamo Moskvu í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Alls fóru fram átta leiki í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar en seinni leikirnir fara síðan fram á fimmutdaginn í næstu viku. Dinamo Moskva komst í 1-0 á móti Napoli með marki Kevin Kurányi á annarri mínútu en tvö mörk frá Gonzalo Higuaín með sex mínútna millibili færðu Napoli-liðinu forystuna fyrir hálfleik. Gonzalo Higuaín innsiglaði síðan þrennuna sína eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik. Josip Ilicic kom Fiorentina í 1-0 í Ítalíuslagnum á móti Roma og Flórensliðið var yfir í klukkutíma. Adem Ljajić klikkaði á víti á 60. mínútu en Seydou Keita tryggði síðan Rómarliðnu jafntefli þrettán mínútum fyrir leikslok. Sevilla vann 3-1 útisigur á Villarreal í leik tveggja spænskra liða en Vitolo skoraði fyrsta marki leiksins eftir aðeins þrettán sekúndur. Sevilla á titil að verja og er komið með annan fótinn í átta liða úrslitin eftir þennan flotta útisigur. Everton vann 2-1 endurkomusigur á úkraínska liðinu Dynamo Kiev á Goodison Park í kvöld í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Dynamo Kiev komst yfir eftir aðeins fjórtán mínútna leik en Everton-menn jöfnuðu undir lok fyrri hálfleiksins og tryggðu sér svo sigurinn með marki úr vítaspyrnu átta mínútum fyrir leikslok.Úrslit úr fyrri leikjum sextán liða úrslita Evrópudeildarinnar:Zenit St. Petersburg - Torino 2-0 1-0 Axel Witsel (38.), 2-0 Domenico Criscito (53.)Club Brugge - Besiktas 2-1 0-1 Gökhan Töre (46.), 1-1 Tom De Sutter (62.), 2-1 Lior Refaelov (79.)Dnipro Dnipropetrovsk - Ajax 1-0 1-0 Roman Zozulya (30.)Wolfsburg - Inter 3-1 0-1 Rodrigo Palacio (6.), 1-1 Naldo (28.), 2-1 Kevin De Bruyne (63.), 3-1 Kevin De Bruyne (76.)Everton - Dynamo Kiev 2-1 0-1 Oleh Husyev (14.), 1-1 Steven Naismith (39.), 2-1 Romelu Lukaku (82.)Fiorentina - Roma 1-1 1-0 Josip Ilicic (17.), 1-1 Seydou Keita (77.)Napoli - Dinamo Moskva 3-1 0-1 Kevin Kurányi (2.), 1-1 Gonzalo Higuaín (25.), 2-1 Gonzalo Higuaín (31.), 3-1 Gonzalo Higuaín (55.),Villarreal - Sevilla 1-3 0-1 Vitolo (1.), 0-2 Stéphane Mbia (26.), 1-2 Luciano Vietto (48.), 1-3 Kévin Gameiro (50.)
Evrópudeild UEFA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Sjá meira