BMW með keppinaut Audi Q1 Finnur Thorlacius skrifar 13. mars 2015 09:40 Audi Q1. Audi mun hefja framleiðslu Q1 jepplingsins á næsta ári, en hann verður sá minnsti í Q-fjölskyldu Audi jeppa og jepplinga. Þessu útspili Audi ætlar BMW að svara með enn minni jepplingi en BMW X1. Bæði fyrirtækin ætla með þessu að svara mikilli eftirspurn eftir litlum jepplingum. Þessi nýi jepplingur mun sitja á sama undirvagni og BMW 2 Active Tourer en bíllinn mun ber mjög ólíkan svip en aðrir bílar í X-línu BMW bíla. Hann mun fá „coupe“-lag og verða mjög sportlegur jepplingur. Bíllinn verður rétt um fjögurra metra langur og hafa 330 lítra farangursrými. Verð hans verður um 25.000 evrur, eða 3,7 milljónir króna. Framleiðsla hans mun hefjast árið 2017. Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent
Audi mun hefja framleiðslu Q1 jepplingsins á næsta ári, en hann verður sá minnsti í Q-fjölskyldu Audi jeppa og jepplinga. Þessu útspili Audi ætlar BMW að svara með enn minni jepplingi en BMW X1. Bæði fyrirtækin ætla með þessu að svara mikilli eftirspurn eftir litlum jepplingum. Þessi nýi jepplingur mun sitja á sama undirvagni og BMW 2 Active Tourer en bíllinn mun ber mjög ólíkan svip en aðrir bílar í X-línu BMW bíla. Hann mun fá „coupe“-lag og verða mjög sportlegur jepplingur. Bíllinn verður rétt um fjögurra metra langur og hafa 330 lítra farangursrými. Verð hans verður um 25.000 evrur, eða 3,7 milljónir króna. Framleiðsla hans mun hefjast árið 2017.
Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent