Ísland Got Talent í beinni: Hvaða atriði fara áfram? Stefán Árni Pálsson skrifar 15. mars 2015 18:38 Það verður eflaust mikil stemning í salnum. vísir/andri marinó Ísland got Talent verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld og hefst þátturinn klukkan 19:10 í beinni útsendingu. Í kvöld taka sex keppendur þátt og spurninga hvaða atriði komast áfram í úrslitin. Blaðamaður Vísis verður með beina textalýsingu frá keppninni í kvöld og mun hann tísta eins og vindurinn í allt kvöld. Hér að neðan má sjá upphafsatriðið í þættinum í kvöld. Hér að neðan má sjá þá keppendur sem taka þátt í kvöld. Ef áhorfendur vilja kjósa sín uppáhaldsatriði þá er um að gera að hringja í viðeigandi símanúmer.Flowon - 900-3001 5 strákar á aldrinum 15 til 24 ára í parkour hópi sem heitir Flowon. Þeir byrjuðu í parkour 2007 og síðan þá hefur þessi íþrótt slegið í gegn á Íslandi. Þeir hafa alltaf haft gaman af því að klifra og fíflast úti og eftir að þeir sáu myndbönd af erlendum parkour hópi sem kallast Yamakasi þá var ekkert annað í boði en að prófa þetta. Þeir kynntust flestir á fyrstu parkour æfingunni í Gerplu 2007 og eru búnir að vera æfa sig síðan og einnig að þjálfa parkour. Núna í dag eru mjög mörg fimmleikafélög með parkour æfingar og er mjög gaman að sjá hvað þetta er orðið vinsælt.Undir eins - 900-3002 Bjössi, 19 ára, og Bössi, 20 ára, kynntust í Menntaskólanum í Hamrahlíð. Þeir hafa verið að dunda sér við að semja tónlist og flytja hana við ýmis tækifæri. Báðir syngja þeir en Bjössi spilar einnig á saxafón.Alda Dís - 900-3003 22 ára söngkona, kemur frá Hellissandi en býr í Reykjavík. Hún starfar á leikskólanum Laufásborg. Hún hefur verið að læra klassískan söng og einnig stundað einsöngsnám.Fimmund - 900-3004 5 hressir krakkar á aldrinum 17 – 19 ára frá Akranesi. Öll ganga þau í Fjölbrautaskóla Vesturlands. Strákarnir spila á bassa og gítar en stelpurnar syngja. Þær hafa verið að læra söng í Tónlistarskóla Akraness.Marcin Wisniewski - 900-3005 24 ára gamall dansari. Hann kemur frá Póllandi en er búinn að búa á Íslandi í um eitt ár. Hann starfar hjá Múrlínu og vinnur sem múrari þar. Hann hefur verið að dansa lengi og nýtir hvert tækifæri sem honum gefst til að æfa sig.Thelma Kajsdóttir - 900-3006 19 ára gömul söngkona. Hún er hálf íslensk og hálf grænlensk og býr í Grænlandi í Qaqortoq. Hún hefur verið að syngja og spila á gítarinn sinn eins lengi og hún man eftir sér. Einnig hefur hún verið að semja tónlist sjálf.#igt2 Tweets Tweets by @islandgottalent Ísland Got Talent Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira
Ísland got Talent verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld og hefst þátturinn klukkan 19:10 í beinni útsendingu. Í kvöld taka sex keppendur þátt og spurninga hvaða atriði komast áfram í úrslitin. Blaðamaður Vísis verður með beina textalýsingu frá keppninni í kvöld og mun hann tísta eins og vindurinn í allt kvöld. Hér að neðan má sjá upphafsatriðið í þættinum í kvöld. Hér að neðan má sjá þá keppendur sem taka þátt í kvöld. Ef áhorfendur vilja kjósa sín uppáhaldsatriði þá er um að gera að hringja í viðeigandi símanúmer.Flowon - 900-3001 5 strákar á aldrinum 15 til 24 ára í parkour hópi sem heitir Flowon. Þeir byrjuðu í parkour 2007 og síðan þá hefur þessi íþrótt slegið í gegn á Íslandi. Þeir hafa alltaf haft gaman af því að klifra og fíflast úti og eftir að þeir sáu myndbönd af erlendum parkour hópi sem kallast Yamakasi þá var ekkert annað í boði en að prófa þetta. Þeir kynntust flestir á fyrstu parkour æfingunni í Gerplu 2007 og eru búnir að vera æfa sig síðan og einnig að þjálfa parkour. Núna í dag eru mjög mörg fimmleikafélög með parkour æfingar og er mjög gaman að sjá hvað þetta er orðið vinsælt.Undir eins - 900-3002 Bjössi, 19 ára, og Bössi, 20 ára, kynntust í Menntaskólanum í Hamrahlíð. Þeir hafa verið að dunda sér við að semja tónlist og flytja hana við ýmis tækifæri. Báðir syngja þeir en Bjössi spilar einnig á saxafón.Alda Dís - 900-3003 22 ára söngkona, kemur frá Hellissandi en býr í Reykjavík. Hún starfar á leikskólanum Laufásborg. Hún hefur verið að læra klassískan söng og einnig stundað einsöngsnám.Fimmund - 900-3004 5 hressir krakkar á aldrinum 17 – 19 ára frá Akranesi. Öll ganga þau í Fjölbrautaskóla Vesturlands. Strákarnir spila á bassa og gítar en stelpurnar syngja. Þær hafa verið að læra söng í Tónlistarskóla Akraness.Marcin Wisniewski - 900-3005 24 ára gamall dansari. Hann kemur frá Póllandi en er búinn að búa á Íslandi í um eitt ár. Hann starfar hjá Múrlínu og vinnur sem múrari þar. Hann hefur verið að dansa lengi og nýtir hvert tækifæri sem honum gefst til að æfa sig.Thelma Kajsdóttir - 900-3006 19 ára gömul söngkona. Hún er hálf íslensk og hálf grænlensk og býr í Grænlandi í Qaqortoq. Hún hefur verið að syngja og spila á gítarinn sinn eins lengi og hún man eftir sér. Einnig hefur hún verið að semja tónlist sjálf.#igt2 Tweets Tweets by @islandgottalent
Ísland Got Talent Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira