Sæmundur fróði og baráttan við Kölska Heimir Már Pétursson skrifar 15. mars 2015 19:10 Ný íslensk ópera, Sæmundur Fróði, eftir Þórunni Guðmundsdóttur verður frumsýnd í Iðnó klukkan átta í kvöld. Þetta er fimmta ópera Þórunnar sem einnig leikstýrir verkinu. Fréttastofan leit inn í iðnó síðdegis þegar söngvarar og aðstoðarfólk var að hafa sig til fyrir frumsýninguna en sýningarnar verða samtals fjórar. Þessi fjölmenna sýning er samvinnuverkefni leikfélagsins Hugleiks og Tónlistarskólans í Reykjavík en tíu manna hljómsveit og 24 söngvarar taka þátt í sýningunni. Sæmundur fróði sem fæddist 1056 og lést 1133 var með lærðustu mönnum sinnar tíðar og nam við Svartaskóla í París. Þaðan varð til goðsögn um hann og viðureign hans við Kölska sem kemur að sjálfsögðu við sögu í í óperunni. Sæmundur var goðorðsmaður og prestur í Odda en þótt rit hans séu öll glötuð er vitað að hann skrifaði töluvert um sögulegt efni og þá líklega á latínu. „Togstreitan milli góðs og ills er rakinn efniviður í óperu. Kímnin í sögunni kallast á við hættuna á eilífri glötun og þegar það bætist við að ólíkindatólið Kölski getur brugðið sér í allra kvikinda líki þá er höfundi skemmt,” segir í tilkynningu frá aðstandendum sýningarinnar. En auk frumsýningarinnar í kvöld verða sýningar dagana 16., 17. og 18. mars. Einar Þór Guðmundsson, sem syngur hlutverk Sæmundar, flutti fyrir okkur brot úr einni aríu eins og sjá má í innslaginu hér að ofan. Menning Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Ný íslensk ópera, Sæmundur Fróði, eftir Þórunni Guðmundsdóttur verður frumsýnd í Iðnó klukkan átta í kvöld. Þetta er fimmta ópera Þórunnar sem einnig leikstýrir verkinu. Fréttastofan leit inn í iðnó síðdegis þegar söngvarar og aðstoðarfólk var að hafa sig til fyrir frumsýninguna en sýningarnar verða samtals fjórar. Þessi fjölmenna sýning er samvinnuverkefni leikfélagsins Hugleiks og Tónlistarskólans í Reykjavík en tíu manna hljómsveit og 24 söngvarar taka þátt í sýningunni. Sæmundur fróði sem fæddist 1056 og lést 1133 var með lærðustu mönnum sinnar tíðar og nam við Svartaskóla í París. Þaðan varð til goðsögn um hann og viðureign hans við Kölska sem kemur að sjálfsögðu við sögu í í óperunni. Sæmundur var goðorðsmaður og prestur í Odda en þótt rit hans séu öll glötuð er vitað að hann skrifaði töluvert um sögulegt efni og þá líklega á latínu. „Togstreitan milli góðs og ills er rakinn efniviður í óperu. Kímnin í sögunni kallast á við hættuna á eilífri glötun og þegar það bætist við að ólíkindatólið Kölski getur brugðið sér í allra kvikinda líki þá er höfundi skemmt,” segir í tilkynningu frá aðstandendum sýningarinnar. En auk frumsýningarinnar í kvöld verða sýningar dagana 16., 17. og 18. mars. Einar Þór Guðmundsson, sem syngur hlutverk Sæmundar, flutti fyrir okkur brot úr einni aríu eins og sjá má í innslaginu hér að ofan.
Menning Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira