Biðröð eftir 707 hestafla Dodge Challenger Hellcat Finnur Thorlacius skrifar 16. mars 2015 09:33 Dodge Challenger Hellcat setur öll 707 hestöflin niður á afturöxulinn. Ástin á hestöflum virðist síst þverrandi hjá Bandaríkjamönnum því biðröð hefur myndast eftir 707 hestafla kraftatröllunum Dodge Challenger og Dodge Charger. Það er í raun langt í frá að Dodge, sem er í eigu Chrysler, hafi undan að framleiða uppí pantanir á bílunum. Þar er nú verið að leita leiða til að auka framleiðsluna á bílunum svo kaupendur þurfi nú ekki að bíða heila eilífð eftir draumabílnum. Dodge Challenger Hellcat er líklega ódýrasti bíll í heimi sem skartar eins miklu hestaflastóði sem ríflega 700 hestöflum. Hann kostar 60.990 dollara, eða um 8,5 milljónir króna. Bíllinn er ekki nema 11,7 sekúndur að renna kvartmíluna með sinni 6,2 lítra V8 vél og 3,6 sekúndur í hundraðið. Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent
Ástin á hestöflum virðist síst þverrandi hjá Bandaríkjamönnum því biðröð hefur myndast eftir 707 hestafla kraftatröllunum Dodge Challenger og Dodge Charger. Það er í raun langt í frá að Dodge, sem er í eigu Chrysler, hafi undan að framleiða uppí pantanir á bílunum. Þar er nú verið að leita leiða til að auka framleiðsluna á bílunum svo kaupendur þurfi nú ekki að bíða heila eilífð eftir draumabílnum. Dodge Challenger Hellcat er líklega ódýrasti bíll í heimi sem skartar eins miklu hestaflastóði sem ríflega 700 hestöflum. Hann kostar 60.990 dollara, eða um 8,5 milljónir króna. Bíllinn er ekki nema 11,7 sekúndur að renna kvartmíluna með sinni 6,2 lítra V8 vél og 3,6 sekúndur í hundraðið.
Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent