Jordan Spieth sýndi stáltaugar og sigraði á Valspar Championship 16. mars 2015 16:00 Spieth fagnar af innlifun í gær. Getty Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth sigraði á Valspar Chamionship sem kláraðist í gær en þetta er annar sigur hans á PGA-mótaröðinni á ferlinum og sá fjórði á atvinnumannamóti í golfi. Lokahringurinn á Copperhead vellinum var mjög spennandi og margir kylfingar voru um hituna í toppbaráttunni en úrslit réðust ekki fyrr en á þriðju holu í bráðabana þar sem Spieth hafði betur gegn Patrick Reed og Sean O‘Hare eftir að hafa sett niður tíu metra pútt fyrir fugli. Þeir þrír léku hringina fjóra á samtals tíu höggum undir pari en Ryan Moore, sem leiddi mótið lengst framan af, fann sig ekki á lokahringnum og endaði að lokum einn í fimmta sæti, höggi á eftir Svíanum Henrik Stenson, á átta höggum undir pari. Sigurinn hjá Spieth var afar sætur en boltaslátturinn hjá honum var ekki upp á marga fiska á lokahringnum í gær. Hann sýndi hins vegar af hverju hann er talinn vera ein af framtíðarstjörnum PGA-mótaraðarinnar með ótrúlegum tilþrifum í kring um flatirnar sem héldu honum í toppbaráttunni og tryggði honum sigurinn að lokum. Sigurinn færði Spieth rúmlega 130 milljónir króna í aðra hönd en á tveimur og hálfu ári hefur þessi ótrúlegi kylfingur halað inn yfir milljarði króna í verðlaunafé. Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth sigraði á Valspar Chamionship sem kláraðist í gær en þetta er annar sigur hans á PGA-mótaröðinni á ferlinum og sá fjórði á atvinnumannamóti í golfi. Lokahringurinn á Copperhead vellinum var mjög spennandi og margir kylfingar voru um hituna í toppbaráttunni en úrslit réðust ekki fyrr en á þriðju holu í bráðabana þar sem Spieth hafði betur gegn Patrick Reed og Sean O‘Hare eftir að hafa sett niður tíu metra pútt fyrir fugli. Þeir þrír léku hringina fjóra á samtals tíu höggum undir pari en Ryan Moore, sem leiddi mótið lengst framan af, fann sig ekki á lokahringnum og endaði að lokum einn í fimmta sæti, höggi á eftir Svíanum Henrik Stenson, á átta höggum undir pari. Sigurinn hjá Spieth var afar sætur en boltaslátturinn hjá honum var ekki upp á marga fiska á lokahringnum í gær. Hann sýndi hins vegar af hverju hann er talinn vera ein af framtíðarstjörnum PGA-mótaraðarinnar með ótrúlegum tilþrifum í kring um flatirnar sem héldu honum í toppbaráttunni og tryggði honum sigurinn að lokum. Sigurinn færði Spieth rúmlega 130 milljónir króna í aðra hönd en á tveimur og hálfu ári hefur þessi ótrúlegi kylfingur halað inn yfir milljarði króna í verðlaunafé.
Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira