BMW rafmagnsvæðir X5 jeppann Finnur Thorlacius skrifar 16. mars 2015 16:28 BMW X5 xDrive40e. BMW brýtur nú blað með því að bjóða fyrsta sinni einn sinna hefbundnu bíla með rafmagnsmótorum sem hlaðnir eru heimilisrafmagni. BMW framleiðir rafmagnsbílana i3 og i8, en eingöngu sem slíkir, þó svo i8 sé einnig búinn brunavél. Enginn annar bíla BMW hefur verið með rafmótorum í drifrásinni fyrr en nú að BMW ætlar að bjóða X5 með rafmótorum, auk 2,0 lítra bensínvélar. Bensínvélin ein skilar 245 hestöflum, en rafmótorarnir 113 hestöflum en saman er þessi drifrás skráð fyrir 313 hestöflum. Þessi bíll er því öflugri en BMW X5 xDrive35i með 6 strokka vél. Bíllinn er 6,8 sekúndur í hundraðið og með hámarkshraða uppá 210 km/klst. Hann getur ekið fyrstu 30 kílómetrana eingöngu á rafmagni og á allt að 120 km hraða. Bíllinn er að sjálfsögðu fjórhjóladrifinn og hann er með 8 gíra sjálfskiptingu. Hann fær týpuheitið BMW X5 xDrive40e. Verð hans hefur ekki verið gefið upp. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent
BMW brýtur nú blað með því að bjóða fyrsta sinni einn sinna hefbundnu bíla með rafmagnsmótorum sem hlaðnir eru heimilisrafmagni. BMW framleiðir rafmagnsbílana i3 og i8, en eingöngu sem slíkir, þó svo i8 sé einnig búinn brunavél. Enginn annar bíla BMW hefur verið með rafmótorum í drifrásinni fyrr en nú að BMW ætlar að bjóða X5 með rafmótorum, auk 2,0 lítra bensínvélar. Bensínvélin ein skilar 245 hestöflum, en rafmótorarnir 113 hestöflum en saman er þessi drifrás skráð fyrir 313 hestöflum. Þessi bíll er því öflugri en BMW X5 xDrive35i með 6 strokka vél. Bíllinn er 6,8 sekúndur í hundraðið og með hámarkshraða uppá 210 km/klst. Hann getur ekið fyrstu 30 kílómetrana eingöngu á rafmagni og á allt að 120 km hraða. Bíllinn er að sjálfsögðu fjórhjóladrifinn og hann er með 8 gíra sjálfskiptingu. Hann fær týpuheitið BMW X5 xDrive40e. Verð hans hefur ekki verið gefið upp.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent