Mini Superleggera verður framleiddur Finnur Thorlacius skrifar 17. mars 2015 15:49 Mini Superleggera Vision Concept. Þennan óvenjulega bíl sýndi Mini á bílasýningu í fyrra og kallast hann Superleggera Vision Concept. BMW, eigandi Mini, hefur nú gefið grænt ljós á framleiðslu hans og á hann að koma á markað árið 2018. Hann er ekki beint líkur öðrum Mini bílum með sínar mjög svo ávölu línur og óvenjulegan bakugga uppúr skottinu, auk þess að vera blæjubíll. Hann verður byggður á undirvagni sem nú þegar er til hjá Mini. Bíllinn er mjög naumhyggjulega hannaður að innan og þar er er ál allsráðandi. Þegar bíllinn var kynntur var hann með rafmótorum, en búast má frekar við 1,5 og 2,0 lítra bensínvél í bílnum í framleiðsluútgáfu hans. Búist er við að verð bílsins verði um 35.000 evrur, eða 5,1 milljón. Hann mun því kosta skildinginn, en mikið er þó vanalega lagt í Mini bíla. Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent
Þennan óvenjulega bíl sýndi Mini á bílasýningu í fyrra og kallast hann Superleggera Vision Concept. BMW, eigandi Mini, hefur nú gefið grænt ljós á framleiðslu hans og á hann að koma á markað árið 2018. Hann er ekki beint líkur öðrum Mini bílum með sínar mjög svo ávölu línur og óvenjulegan bakugga uppúr skottinu, auk þess að vera blæjubíll. Hann verður byggður á undirvagni sem nú þegar er til hjá Mini. Bíllinn er mjög naumhyggjulega hannaður að innan og þar er er ál allsráðandi. Þegar bíllinn var kynntur var hann með rafmótorum, en búast má frekar við 1,5 og 2,0 lítra bensínvél í bílnum í framleiðsluútgáfu hans. Búist er við að verð bílsins verði um 35.000 evrur, eða 5,1 milljón. Hann mun því kosta skildinginn, en mikið er þó vanalega lagt í Mini bíla.
Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent