Maserati æðið yfirstaðið Finnur Thorlacius skrifar 18. mars 2015 11:22 Maserati Quattroporte. Fáir bílaframleiðendur geta státað af annarri eins aukningu í sölu bíla og Maserati í fyrra, en sala bíla þeirra jókst um heil 137% og endaði í 36.448 bílum. Maserati er í eigu Fiat Chrysler Automobiles. Gríðarleg eftirspurn var eftir Quattroporte og Ghibli bílum Maserati og voru verksmiðjur Maserati settar í yfirgír til að mæta henni. Nú virðist þetta æði fyrir Maserati bílum vera að mest yfirstaðið og býst fyrirtækið við því að selja á milli 30.000 og 35.000 bíla í ár, þó líklega nær 30.000. Maserati seldi 23.500 Ghibli og 9.500 Quattroporte bíla í fyrra, en miklu minna af hinum tveimur framleiðslubílum sínum, GranTurismo og GranCabrio, eða alls um 3.500 bíla. Bandaríkjamenn voru sólgnastir í fyrra í bíla Maserati og keyptu 12.943 þeirra. Þó svo að sala Maserati bíla í ár verði líklega minni en í fyrra hljóða áætlanir fyrirtækisins uppá mikla söluaukningu á næstu árum og stefnir að því að selja 75.000 bíla árið 2018. Er það meira en tvöföldun frá árinu í fyrra. Maserati jók veltuna mikið í fyrra og fór úr 250 milljarði frá árinu 2013 í 411 milljarð í fyrra. Hagnaðurinn fór einnig frá 15,6 milljarði í 40,4 milljarða króna. Því er hagnaður af veltu í fyrra nálægt 10%, en fáir bílaframleiðendur ná því hlutfalli.Maserati Ghibli. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent
Fáir bílaframleiðendur geta státað af annarri eins aukningu í sölu bíla og Maserati í fyrra, en sala bíla þeirra jókst um heil 137% og endaði í 36.448 bílum. Maserati er í eigu Fiat Chrysler Automobiles. Gríðarleg eftirspurn var eftir Quattroporte og Ghibli bílum Maserati og voru verksmiðjur Maserati settar í yfirgír til að mæta henni. Nú virðist þetta æði fyrir Maserati bílum vera að mest yfirstaðið og býst fyrirtækið við því að selja á milli 30.000 og 35.000 bíla í ár, þó líklega nær 30.000. Maserati seldi 23.500 Ghibli og 9.500 Quattroporte bíla í fyrra, en miklu minna af hinum tveimur framleiðslubílum sínum, GranTurismo og GranCabrio, eða alls um 3.500 bíla. Bandaríkjamenn voru sólgnastir í fyrra í bíla Maserati og keyptu 12.943 þeirra. Þó svo að sala Maserati bíla í ár verði líklega minni en í fyrra hljóða áætlanir fyrirtækisins uppá mikla söluaukningu á næstu árum og stefnir að því að selja 75.000 bíla árið 2018. Er það meira en tvöföldun frá árinu í fyrra. Maserati jók veltuna mikið í fyrra og fór úr 250 milljarði frá árinu 2013 í 411 milljarð í fyrra. Hagnaðurinn fór einnig frá 15,6 milljarði í 40,4 milljarða króna. Því er hagnaður af veltu í fyrra nálægt 10%, en fáir bílaframleiðendur ná því hlutfalli.Maserati Ghibli.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent