Næsta gerð Audi R8 e-Tron með 450 km drægni Finnur Thorlacius skrifar 2. mars 2015 09:53 Nýr Audi R8 e-Tron. Fyrir skömmu var hér greint frá hugsanlegri smíði Porsche rafmagnsbíls sem hefði sömu drægni og Tesla Model S hefur nú, eða yfir 400 kílómetrum. En það er ekki einungis Porsche sem er að smíða sportbíl með svipaða drægni því næsta gerð Audi R8 e-Tron mun hafa 450 km drægni og styttra gæti orðið í útkoma þess bíls en bílsins frá Porsche. Þessi nýi Audi R8 e-Tron verður 456 hestöfl og kemst í hundrað kílómetra hraða á innan við 4 sekúndum. Hann hefur fengið öflugri rafhlöður en fyrri gerð R8 e-Tron og þeir hjá Audi segja að drægni hans verði um 25 kílómetrum meiri en Tesla Model S. Margir vilja meina að þessi nýi Audi R8 e-Tron muni ekki verða mikil ógn fyrir Tesla bíla þar sem hann er talsvert dýrari. Audi R8 með V10 vél kostar um 185.000 dollara, eða 25,5 milljónir króna og Audi R8 e-Tron verður enn dýrari og fyrir vikið miklu dýrari en Tesla Model S. Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent „Þetta er beinlínis hryllingur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent „Ég ákvað bara að elta hann og ekki sleppa honum“ Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent
Fyrir skömmu var hér greint frá hugsanlegri smíði Porsche rafmagnsbíls sem hefði sömu drægni og Tesla Model S hefur nú, eða yfir 400 kílómetrum. En það er ekki einungis Porsche sem er að smíða sportbíl með svipaða drægni því næsta gerð Audi R8 e-Tron mun hafa 450 km drægni og styttra gæti orðið í útkoma þess bíls en bílsins frá Porsche. Þessi nýi Audi R8 e-Tron verður 456 hestöfl og kemst í hundrað kílómetra hraða á innan við 4 sekúndum. Hann hefur fengið öflugri rafhlöður en fyrri gerð R8 e-Tron og þeir hjá Audi segja að drægni hans verði um 25 kílómetrum meiri en Tesla Model S. Margir vilja meina að þessi nýi Audi R8 e-Tron muni ekki verða mikil ógn fyrir Tesla bíla þar sem hann er talsvert dýrari. Audi R8 með V10 vél kostar um 185.000 dollara, eða 25,5 milljónir króna og Audi R8 e-Tron verður enn dýrari og fyrir vikið miklu dýrari en Tesla Model S.
Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent „Þetta er beinlínis hryllingur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent „Ég ákvað bara að elta hann og ekki sleppa honum“ Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent