Sjö ára bið Harrington eftir PGA-sigri á enda 2. mars 2015 18:30 Harrington fagnar sigrinum í dag. Getty Honda Classic kláraðist í dag en bestu kylfingum PGA-mótaraðarinnar tókst ekki að klára mótið í gær vegna þrumuveðurs sem gerði þeim lífið leitt nánast alla helgina. Þrátt fyrir það var keppnin mjög spennandi en að loknum 72 holum voru Padraig Harrington og nýliðinn Daniel Berger jafnir í efsta sæti á sex höggum undir pari, einu höggi á undan Russel Knox, Paul Casey og Ian Poulter sem komu á fimm undir. Það þurfti því að grípa til bráðabana þar sem Harrington hafði betur á annarri holu eftir að hafa fengið par en Berger krækti sér í tvöfaldan skolla. Margt hefur drifið á daga Harrington síðan að hann sigraði síðast í móti á PGA-mótaröðinni en það var sjálft PGA-meistaramótið árið 2008. Undanfarið hefur þessi brosmildi kylfingur átt erfitt uppdráttar en bakmeiðsli og vandamál með púttin, sem hafa oftar en ekki verið hans sterkasta hlið, hafa hamlað honum töluvert. Harrington hóf leik á PGA-National vellinum á fimmtudaginn í 297. sæti á heimslistanum í golfi en ásamt því að skjótast upp listann með sigrinum í dag fær hann 140 milljónir króna í verðlaunafé ásamt þátttökurétt á stærstu mótum ársins í golfheiminum. Næsta mót á PGA-mótaröðinni er sjálft Cadillac meistaramótið sem hluti er af heimsmótaröðinni í golfi en það hefst á fimmtudaginn. Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Honda Classic kláraðist í dag en bestu kylfingum PGA-mótaraðarinnar tókst ekki að klára mótið í gær vegna þrumuveðurs sem gerði þeim lífið leitt nánast alla helgina. Þrátt fyrir það var keppnin mjög spennandi en að loknum 72 holum voru Padraig Harrington og nýliðinn Daniel Berger jafnir í efsta sæti á sex höggum undir pari, einu höggi á undan Russel Knox, Paul Casey og Ian Poulter sem komu á fimm undir. Það þurfti því að grípa til bráðabana þar sem Harrington hafði betur á annarri holu eftir að hafa fengið par en Berger krækti sér í tvöfaldan skolla. Margt hefur drifið á daga Harrington síðan að hann sigraði síðast í móti á PGA-mótaröðinni en það var sjálft PGA-meistaramótið árið 2008. Undanfarið hefur þessi brosmildi kylfingur átt erfitt uppdráttar en bakmeiðsli og vandamál með púttin, sem hafa oftar en ekki verið hans sterkasta hlið, hafa hamlað honum töluvert. Harrington hóf leik á PGA-National vellinum á fimmtudaginn í 297. sæti á heimslistanum í golfi en ásamt því að skjótast upp listann með sigrinum í dag fær hann 140 milljónir króna í verðlaunafé ásamt þátttökurétt á stærstu mótum ársins í golfheiminum. Næsta mót á PGA-mótaröðinni er sjálft Cadillac meistaramótið sem hluti er af heimsmótaröðinni í golfi en það hefst á fimmtudaginn.
Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira