Viltu mæta í sjónvarpsviðtal? Steinunn Anna Sigurjónsdóttir sálfræðingur skrifar 6. mars 2015 11:00 Vísir/Getty Símtal kl 20.00 á þriðjudegi við Sóleyju eiganda KMS: Steina ertu til í að vera í smá viðtali í Landanum í fyrramálið?Sjálfvirkhugsun:úúúúú ég verð í sjónvarpinuTilfinning: tilhlökkun.Næstu hugsanir á eftir:ég á eftir að líta hræðilega út í sjónvarpi og allir strákar sem ég hef verið skotin í verða fyrir tilviljun að horfa á þáttinn og finnst ég líta hræðilega útég mun frjósa og ekki finna neitt að segja við Gíslaaðrir sálfræðingar munu fá aulahroll þegar þeir hlusta á bullið í mérkennarar mínir úr sálfræðinni mun sjá þetta og verða vonsviknirTilfinning: kvíði Áhrif tilfinningar á hegðun: langar að segja nei. Endurmat:mig hefur alltaf langað til að geta komið fram í sjónvarpiþað er eðlilegt að vera stressaður fyrir svona uppákomuþað er óraunhæft að ætla að gera þetta fullkomlegaþað verður enginn að pæla sérstaklega í þessu nema ég og mínir nánustuheimurinn snýst ekki í kringum fimm mínútna viðtal við migæfingin skapar meistarannég vil ekki láta hégóma stjórna lífi mínuef ég ætlast til þess að skjólstæðingar fari út fyrir þægindaramman verð ég líka að gera þaðÁhrif endurmats á tilfinningu: spenna (vægari útgáfa af kvíða).Áhrif endurmats á hegðun: já ég skal gera það ef þú ferð aðeins yfir þetta með mér Sóley. Þetta er það fyrsta sem maður lærir að gera í hugrænni atferlismeðferð, skrásetning hugsana og þjálfun í að endurmeta þær á raunsærri eða gagnlegri hátt svo að við getum lifað lífinu í samræmi við óskir og okkar og langanir þráttfyrir óöryggi og ótta.Hvaðan koma svona hugsanir? Til dæmis úr reynslu í barnæsku: Ég að reyna að syngja einsöng í Skólakór Kársness með skjálfandi hné, rennsveitt og jarmandi. Grátið út í bíl eftir sellótónleika þar sem höndin skalf svo mikið að ég náði ekki að stjórna boganum yfir strengina. Kvíði fyrir fyrirlestrum eða tengdur því að spyrja spurninga í tíma eða tjá mig í hóp. Endurteknar hugsanir um hversu hræðilega ég stóð mig og hve áberandi kvíðaeinkennin voru í marga daga á eftir slíkar uppákomur. Dagurinn í sjöunda bekk þar sem vinkonur mínar hættu skyndilega að tala við mig og ég áttaði mig á að það væri eitthvað alvarlegt að mér sem öðrum líkaði illa við.Við þurfum ekki að láta fortíðina ráða yfir framtíðinni Félagskvíði einkennist af áhyggjum af því að gera sig að fífli eða verða sér til skammar. Við skiptum honum gjarnan upp í frammistöðukvíða og samskiptakvíða. Frammistöðukvíði hrjáir þá sem eiga erfitt með að þola það þegar athygli annarrabeinist að þeim. Oft erum við með mynd af okkur skjálfandi eins og hrísla eða rauð eins og epli í framan. Algengt er að velta sér svo uppúr hversu hræðilega maður stóð sig eftir á og upplifa að aðrir hafi staðið sig mun betur. Almennt má segja að þeir sem takist á við það að koma fram nái smám saman tökum á frammistöðukvíða. Þeir verða betri í að koma fram vegna aukinnar reynslu, þeir átta sig hægt og bítandi á því að aðrir eru líka óöruggir og að kvíðaeinkenni sjást lítið sem ekkert á okkur. Sumir þurfa að venja sig af öryggisráðstöfunum eins og að horfa ofan í blaðið eða forðast augnsamband við salinn. Þeir sem aftur á móti forðast margvíslegar félagslegar aðstæður sökum kvíða þurfa sennilegast á aðstoð að halda við að ná tökum á vandanum. Í hugrænni atferlismeðferð við félagskvíða er fólki kennt að draga úr sjálfmiðaðri athygli, hætta öryggisráðstöfunum og athuga hvort hugmyndir þeirra um eigin frammistöðu og ágæti eigi við rök að styðjast. Einu sinni gat ég varla haldið fyrirlestur fyrir bekkinn minn. En í dag hef ég kennt í Háskóla Íslands, haldið fyrirlestra í grunn- og menntaskólum, haldið námskeið, dansað hræðilegan jive fyrir framan Hönnu Rún, sungið af hjartans lyst í karókí, skrifað pistla í Vísi og ég dilla mér á hlaupabrettinu og syng í bílnum, líka á rauðu ljósi. Og bráðum mun ég hafa komið fram í sjónvarpsviðtali. Það er vont en það venst. Ég ætla að horfa á mig í Landanum á sunnudag. Ég veit að ég mun fá aulahroll og sennilegast vera ósátt við útlitið eða eitthvað sem ég sagði eða sagði ekki. En það er allt í lagi, ég er sálfræðingur og það besta við starfið mitt er að ég veit að ykkur hinum líður svona líka. Steinunn er sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni Heilsa Tengdar fréttir Nei ég kann ekki að hjóla Námstækni er hægt að bæta, hvort sem þú lærir hratt eða hægt og er það satt sem þeir segja, æfingin skapar meistarann. 27. febrúar 2015 13:00 Ertu það sem þú hugsar? Steinunn Anna Sigurjónsdóttir er sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni og fjallar hér um ósjálfráðar hugsanir. 13. febrúar 2015 09:00 Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Símtal kl 20.00 á þriðjudegi við Sóleyju eiganda KMS: Steina ertu til í að vera í smá viðtali í Landanum í fyrramálið?Sjálfvirkhugsun:úúúúú ég verð í sjónvarpinuTilfinning: tilhlökkun.Næstu hugsanir á eftir:ég á eftir að líta hræðilega út í sjónvarpi og allir strákar sem ég hef verið skotin í verða fyrir tilviljun að horfa á þáttinn og finnst ég líta hræðilega útég mun frjósa og ekki finna neitt að segja við Gíslaaðrir sálfræðingar munu fá aulahroll þegar þeir hlusta á bullið í mérkennarar mínir úr sálfræðinni mun sjá þetta og verða vonsviknirTilfinning: kvíði Áhrif tilfinningar á hegðun: langar að segja nei. Endurmat:mig hefur alltaf langað til að geta komið fram í sjónvarpiþað er eðlilegt að vera stressaður fyrir svona uppákomuþað er óraunhæft að ætla að gera þetta fullkomlegaþað verður enginn að pæla sérstaklega í þessu nema ég og mínir nánustuheimurinn snýst ekki í kringum fimm mínútna viðtal við migæfingin skapar meistarannég vil ekki láta hégóma stjórna lífi mínuef ég ætlast til þess að skjólstæðingar fari út fyrir þægindaramman verð ég líka að gera þaðÁhrif endurmats á tilfinningu: spenna (vægari útgáfa af kvíða).Áhrif endurmats á hegðun: já ég skal gera það ef þú ferð aðeins yfir þetta með mér Sóley. Þetta er það fyrsta sem maður lærir að gera í hugrænni atferlismeðferð, skrásetning hugsana og þjálfun í að endurmeta þær á raunsærri eða gagnlegri hátt svo að við getum lifað lífinu í samræmi við óskir og okkar og langanir þráttfyrir óöryggi og ótta.Hvaðan koma svona hugsanir? Til dæmis úr reynslu í barnæsku: Ég að reyna að syngja einsöng í Skólakór Kársness með skjálfandi hné, rennsveitt og jarmandi. Grátið út í bíl eftir sellótónleika þar sem höndin skalf svo mikið að ég náði ekki að stjórna boganum yfir strengina. Kvíði fyrir fyrirlestrum eða tengdur því að spyrja spurninga í tíma eða tjá mig í hóp. Endurteknar hugsanir um hversu hræðilega ég stóð mig og hve áberandi kvíðaeinkennin voru í marga daga á eftir slíkar uppákomur. Dagurinn í sjöunda bekk þar sem vinkonur mínar hættu skyndilega að tala við mig og ég áttaði mig á að það væri eitthvað alvarlegt að mér sem öðrum líkaði illa við.Við þurfum ekki að láta fortíðina ráða yfir framtíðinni Félagskvíði einkennist af áhyggjum af því að gera sig að fífli eða verða sér til skammar. Við skiptum honum gjarnan upp í frammistöðukvíða og samskiptakvíða. Frammistöðukvíði hrjáir þá sem eiga erfitt með að þola það þegar athygli annarrabeinist að þeim. Oft erum við með mynd af okkur skjálfandi eins og hrísla eða rauð eins og epli í framan. Algengt er að velta sér svo uppúr hversu hræðilega maður stóð sig eftir á og upplifa að aðrir hafi staðið sig mun betur. Almennt má segja að þeir sem takist á við það að koma fram nái smám saman tökum á frammistöðukvíða. Þeir verða betri í að koma fram vegna aukinnar reynslu, þeir átta sig hægt og bítandi á því að aðrir eru líka óöruggir og að kvíðaeinkenni sjást lítið sem ekkert á okkur. Sumir þurfa að venja sig af öryggisráðstöfunum eins og að horfa ofan í blaðið eða forðast augnsamband við salinn. Þeir sem aftur á móti forðast margvíslegar félagslegar aðstæður sökum kvíða þurfa sennilegast á aðstoð að halda við að ná tökum á vandanum. Í hugrænni atferlismeðferð við félagskvíða er fólki kennt að draga úr sjálfmiðaðri athygli, hætta öryggisráðstöfunum og athuga hvort hugmyndir þeirra um eigin frammistöðu og ágæti eigi við rök að styðjast. Einu sinni gat ég varla haldið fyrirlestur fyrir bekkinn minn. En í dag hef ég kennt í Háskóla Íslands, haldið fyrirlestra í grunn- og menntaskólum, haldið námskeið, dansað hræðilegan jive fyrir framan Hönnu Rún, sungið af hjartans lyst í karókí, skrifað pistla í Vísi og ég dilla mér á hlaupabrettinu og syng í bílnum, líka á rauðu ljósi. Og bráðum mun ég hafa komið fram í sjónvarpsviðtali. Það er vont en það venst. Ég ætla að horfa á mig í Landanum á sunnudag. Ég veit að ég mun fá aulahroll og sennilegast vera ósátt við útlitið eða eitthvað sem ég sagði eða sagði ekki. En það er allt í lagi, ég er sálfræðingur og það besta við starfið mitt er að ég veit að ykkur hinum líður svona líka. Steinunn er sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni
Heilsa Tengdar fréttir Nei ég kann ekki að hjóla Námstækni er hægt að bæta, hvort sem þú lærir hratt eða hægt og er það satt sem þeir segja, æfingin skapar meistarann. 27. febrúar 2015 13:00 Ertu það sem þú hugsar? Steinunn Anna Sigurjónsdóttir er sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni og fjallar hér um ósjálfráðar hugsanir. 13. febrúar 2015 09:00 Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Nei ég kann ekki að hjóla Námstækni er hægt að bæta, hvort sem þú lærir hratt eða hægt og er það satt sem þeir segja, æfingin skapar meistarann. 27. febrúar 2015 13:00
Ertu það sem þú hugsar? Steinunn Anna Sigurjónsdóttir er sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni og fjallar hér um ósjálfráðar hugsanir. 13. febrúar 2015 09:00