Áræðinn vísundur Finnur Thorlacius skrifar 6. mars 2015 09:35 Vísundar eru stórar skepnur og greinilega nokkuð áræðnir er kemur að því að verja sitt svæði. Það fékk par eitt að reyna um daginn er þau óku um Yellowstone þjóðgarðinn í Bandaríkjunum, einmitt til að skoða þessar stóru skepnur. Á vegi þeirra urðu nokkrir vísundar sem komu skokkandi að bíl þeirra. Í stað þess að hörfa frá þeim, grunlaus um árásargirni þeirra, hreyfðu þau ekki bíl sinn og það var eins og við manninn mælt, einn þeirra réðst á bíl þeirra og stórskemmdi hann með því að stanga hann hressilega að framan. Tjónið sem hann olli með árás sinni nemur 2.800 dollurum, eða tæpum 400.000 krónum. Vísundar geta orðið allt að 900 kíló að þyngd svo það er ekki nema von að árás frá þeim valdi tjóni á bílum ef þeir eru eins ákveðnir og þessi sem hér sést. Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent
Vísundar eru stórar skepnur og greinilega nokkuð áræðnir er kemur að því að verja sitt svæði. Það fékk par eitt að reyna um daginn er þau óku um Yellowstone þjóðgarðinn í Bandaríkjunum, einmitt til að skoða þessar stóru skepnur. Á vegi þeirra urðu nokkrir vísundar sem komu skokkandi að bíl þeirra. Í stað þess að hörfa frá þeim, grunlaus um árásargirni þeirra, hreyfðu þau ekki bíl sinn og það var eins og við manninn mælt, einn þeirra réðst á bíl þeirra og stórskemmdi hann með því að stanga hann hressilega að framan. Tjónið sem hann olli með árás sinni nemur 2.800 dollurum, eða tæpum 400.000 krónum. Vísundar geta orðið allt að 900 kíló að þyngd svo það er ekki nema von að árás frá þeim valdi tjóni á bílum ef þeir eru eins ákveðnir og þessi sem hér sést.
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent