Reynslunni ríkari eftir sigur og tvö töp Pétur Marinó Jónsson skrifar 8. mars 2015 19:30 Bjarki Ómarsson sigraði í gær. Mjölnir Þrír Mjölnismenn kepptu í MMA í Liverpool í gærkvöldi. Einn sigur og tvö töp er uppskera gærkvöldsins en kapparnir eru allir reynslunni ríkari eftir kvöldið. Fyrstur af Íslendingunum var hinn tvítugi Bjarki Ómarsson. Hann mætti nautsterkum og reyndum andstæðingi en Bjarki sigraði allar þrjár loturnar og sigraði eftir dómaraákvörðun. Andstæðingur hans sló eins og sleggja og sótti mikið en Bjarki hélt ró sinni og nýtti sér yfirburði sína – flott prófraun fyrir þennan tvítuga strák. Næstur í búrið var Magnús Ingi Ingvarsson en hann mætti hinum ósigraða Tim Barnett. Magnús hafði mikla yfirburði í fyrstu lotunni og fyrri helming í annarri lotu en eftir þungt hnéspark í kinnbeinið snérist taflið við. Barnett náði inn þungum hamarshöggum í gólfinu og eftir 2. lotu var Magnús hættur að sjá með öðru auganu vegna bólgu. Magnús og hornið ákváðu að hætta áður en 3. lotan byrjaði en þetta var fyrsta tap Magnúsar í MMA. Lokabardagi kvöldsins var titilbardagi í léttvigt þar sem Birgir Örn Tómasson mætti Gavin Hughes. Í þessum fimm lotu bardaga náði Hughes nokkrum fellum á Birgi sem náði þó alltaf að standa aftur upp án þess að Hughes gæti gert nokkurn skaða. Birgir náði aftur á móti nokkrum mjög góðum höggum í Hughes sem var vankaður um tíma. Andlit Hughes leit illa út eftir bardagann á meðan ekkert sást á Birgi. Dómararnir dæmdu þó Hughes sigurinn í vil á meðan Birgir hlaut sitt fyrsta tap í MMA. Ítarlegri lýsingu á bardögunum má sjá á vef MMA Frétta hér. Strákarnir eru allir reynslunni ríkari eftir harða bardaga gegn sterkum andstæðingum. Bardagamennirnir þrír geta lært talsvert af bardögum sínum og koma eflaust enn sterkari til leiks næst. MMA Tengdar fréttir Éta yfir sig í kvöld og berjast á morgun Annað kvöld munu þeir Bjarki Ómarsson, Magnús Ingi Ingvarsson og Birgir Örn Tómasson berjast á Shinobi War bardagakvöldinu í Liverpool. 6. mars 2015 19:15 Tíminn vinnur ekki með mér en ég stefni á toppinn Birgir Örn Tómasson er 33 ára gamall bardagakappi og tveggja barna faðir sem berst um titil á Englandi í mars. 26. febrúar 2015 11:30 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Sjá meira
Þrír Mjölnismenn kepptu í MMA í Liverpool í gærkvöldi. Einn sigur og tvö töp er uppskera gærkvöldsins en kapparnir eru allir reynslunni ríkari eftir kvöldið. Fyrstur af Íslendingunum var hinn tvítugi Bjarki Ómarsson. Hann mætti nautsterkum og reyndum andstæðingi en Bjarki sigraði allar þrjár loturnar og sigraði eftir dómaraákvörðun. Andstæðingur hans sló eins og sleggja og sótti mikið en Bjarki hélt ró sinni og nýtti sér yfirburði sína – flott prófraun fyrir þennan tvítuga strák. Næstur í búrið var Magnús Ingi Ingvarsson en hann mætti hinum ósigraða Tim Barnett. Magnús hafði mikla yfirburði í fyrstu lotunni og fyrri helming í annarri lotu en eftir þungt hnéspark í kinnbeinið snérist taflið við. Barnett náði inn þungum hamarshöggum í gólfinu og eftir 2. lotu var Magnús hættur að sjá með öðru auganu vegna bólgu. Magnús og hornið ákváðu að hætta áður en 3. lotan byrjaði en þetta var fyrsta tap Magnúsar í MMA. Lokabardagi kvöldsins var titilbardagi í léttvigt þar sem Birgir Örn Tómasson mætti Gavin Hughes. Í þessum fimm lotu bardaga náði Hughes nokkrum fellum á Birgi sem náði þó alltaf að standa aftur upp án þess að Hughes gæti gert nokkurn skaða. Birgir náði aftur á móti nokkrum mjög góðum höggum í Hughes sem var vankaður um tíma. Andlit Hughes leit illa út eftir bardagann á meðan ekkert sást á Birgi. Dómararnir dæmdu þó Hughes sigurinn í vil á meðan Birgir hlaut sitt fyrsta tap í MMA. Ítarlegri lýsingu á bardögunum má sjá á vef MMA Frétta hér. Strákarnir eru allir reynslunni ríkari eftir harða bardaga gegn sterkum andstæðingum. Bardagamennirnir þrír geta lært talsvert af bardögum sínum og koma eflaust enn sterkari til leiks næst.
MMA Tengdar fréttir Éta yfir sig í kvöld og berjast á morgun Annað kvöld munu þeir Bjarki Ómarsson, Magnús Ingi Ingvarsson og Birgir Örn Tómasson berjast á Shinobi War bardagakvöldinu í Liverpool. 6. mars 2015 19:15 Tíminn vinnur ekki með mér en ég stefni á toppinn Birgir Örn Tómasson er 33 ára gamall bardagakappi og tveggja barna faðir sem berst um titil á Englandi í mars. 26. febrúar 2015 11:30 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Sjá meira
Éta yfir sig í kvöld og berjast á morgun Annað kvöld munu þeir Bjarki Ómarsson, Magnús Ingi Ingvarsson og Birgir Örn Tómasson berjast á Shinobi War bardagakvöldinu í Liverpool. 6. mars 2015 19:15
Tíminn vinnur ekki með mér en ég stefni á toppinn Birgir Örn Tómasson er 33 ára gamall bardagakappi og tveggja barna faðir sem berst um titil á Englandi í mars. 26. febrúar 2015 11:30