Fótbolti

Byrjunarliðið gegn Bandaríkjunum: Margrét Lára ekki í hópnum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Harpa Þorsteinsdóttir er í byrjunarliðinu.
Harpa Þorsteinsdóttir er í byrjunarliðinu. vísir/stefán
Kvennalandsliðið í fótbolta mætir stórliði Bandaríkjanna í lokaleik riðlakeppninnar á Algarve-mótinu í fótbolta klukkan 17.30 í dag.

Ísland er búið að tapa fyrstu tveimur leikjunum og spilar um neðsta sæti mótsins tapi það fyrir Bandaríkjunum í dag.

„Við erum búnir að eiga tvo erfiða leiki gegn sterkum þjóðum þar sem við hefðum getað fengið meira út úr leikjunum þegar horft er til úrslitanna,“ segir Ásmundur Haraldsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, við KSÍ.

„Frammistaðan hefur verið fín. Við höfum fengið fullt af svörum við spurningum sem við spurðum áður en við komum hingað. Svörin hafa bæði verið jákvæð og neikvæð.“

„Við erum að reyna að gera liðið okkar betra og megum ekki alveg gleyma okkur í úrslitunum,“ ssegir Ásmundur.

Margrét Lára Viðarsdóttir er ekki í leikmannahópnum í dag. Ásmundur segir hana þurfa á hvíld að halda enda nýkomin aftur í liðið. Hún verður vonandi klár í lokaleikinn á miðvikudaginn.

Í heildina gera Freyr og Ásmundur fimm breytingar á liðinu sem tapaði fyrir Noregi síðastliðið föstudagskvöldið. Viðtalið við Ásmund má sjá hér að neðan.

Byrjunarliðið gegn Bandaríkjunum: Guðbjörg Gunnarsdóttir - Anna María Baldursdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir, Hallbera G. Gísladóttir - Sara Björk Gunnarsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir - Guðný Björk Óðinsdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir, Harpa Þorsteinsdóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×