Má ekki heita Alex Emma: „Þurfum að borga þar til við finnum nafn sem ríkinu þóknast“ Bjarki Ármannsson skrifar 9. mars 2015 21:36 „Hún heitir Alex Emma hjá okkur og ég ætla ekki að samþykkja þetta.“ Vísir/Vilhelm/Nanna Þórdís Árnadóttir Íslenskir foreldrar sem vilja nefna tæplega tveggja ára dóttur sína Alex Emmu þurfa að greiða tæplega 1.500 krónur í dagsektir til ríkissjóðs eftir að mannanafnanefnd hafnaði beiðni þeirra um Alex sem eiginnafn stúlku. Þau segjast ekki hafa búist við svona „harkalegum aðgerðum“ og segja ekki annað koma til greina en að kæra úrskurðinn. „Við eignuðumst dóttur okkar í ágúst 2013 og vorum búin að ákveða nafnið hennar löngu áður,“ segir Nanna Þórdís Árnadóttir, móðir Alexar. „Svo sendum við bara inn tilkynningu um það og þá kemur í ljós að stúlka hefur aldrei verið skírð Alex á Íslandi, þó það sé gert erlendis, og það þarf að fara fyrir mannanafnanefnd.“ Fjölskyldan beið þá í nokkra mánuði eftir úrskurði nefndarinnar. Hann var kveðinn upp þann 19. desember. Þar kemst nefndin að þeirri niðurstöðu að Alex geti aðeins talist karlmannsnafn í íslensku máli, þar sem engin saga eða hefð sé fyrir öðru. Þó er þess getið í úrskurðinum að kvenmannsnafnið Alex brjóti ekki gegn íslensku málkerfi og ekki er talin ástæða til þess að nafngiftin yrði stúlkunni til ama.Sjá einnig: Vill leggja niður mannanafnanefnd: „Verðum að treysta fólki“Bréfið sem barst frá Þjóðskrá.Það var svo í dag, eftir nokkur símtöl og bréf frá Þjóðskrá Íslands, sem bréf barst foreldrum Alexar sem tilkynnti þeim að þau verði beitt dagsektum frá og með 3. apríl fyrir að hafa ekki tilkynnt stofnuninni um nafngift barnsins. Nanna segir það ekki koma til greina að svo stöddu að nefna Alex, sem er nú að verða nítján mánaða, öðru nafni. „Hún á þrjú önnur systkini og er búin að vera kölluð Alex Emma allan þennan tíma,“ segir Nanna. „Svo kemur líka bara upp þrjóska, manni finnst þetta bara fáránlegt. Ég meina, hvaða fasistaríki er þetta? Hún heitir Alex Emma hjá okkur og ég ætla ekki að samþykkja þetta.“Sjá einnig: 10 ára stúlku neitað um vegabréf af ÞjóðskráForeldrarnir þurfa að borga 1.437 krónur á dag þar til Þjóðskrá er tilkynnt um leyfilega nafngift. Nanna segir þau núna skoða hvaða leiðir sé hægt að fara til þess að kæra úrskurð mannanafnanefndar. „Við erum búin að skoða hvað aðrir hafa gert, búin að skoða dómsmál og svona,“ segir hún. Meðal annars settu þau sig í samband við Björk Eiðsdóttur ritstjóra, en dóttir hennar fékk að bera nafnið Blær þrátt fyrir höfnun mannanafnanefndar eftir að Björk höfðaði mál gegn ríkinu. „Það er ekkert annað sem kemur til greina. Núna eftir þrjár vikur eða eitthvað þurfum við að byrja að borga þangað til við finnum eitthvað nafn sem íslenska ríkinu þóknast.“ Nanna segir að fjölskyldan hafi ekki verið nógu dugleg að kanna hvaða leiðir séu færar áður en bréfið barst í dag. „Eiginlega bjóst ég ekki við svona harkalegum aðgerðum, ég verð að viðurkenna það,“ segir hún. „Það var ekki fyrr en maður fékk bréfið að maður hugsaði: Ókei, þetta er í alvörunni að fara að gerast.“ Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Íslenskir foreldrar sem vilja nefna tæplega tveggja ára dóttur sína Alex Emmu þurfa að greiða tæplega 1.500 krónur í dagsektir til ríkissjóðs eftir að mannanafnanefnd hafnaði beiðni þeirra um Alex sem eiginnafn stúlku. Þau segjast ekki hafa búist við svona „harkalegum aðgerðum“ og segja ekki annað koma til greina en að kæra úrskurðinn. „Við eignuðumst dóttur okkar í ágúst 2013 og vorum búin að ákveða nafnið hennar löngu áður,“ segir Nanna Þórdís Árnadóttir, móðir Alexar. „Svo sendum við bara inn tilkynningu um það og þá kemur í ljós að stúlka hefur aldrei verið skírð Alex á Íslandi, þó það sé gert erlendis, og það þarf að fara fyrir mannanafnanefnd.“ Fjölskyldan beið þá í nokkra mánuði eftir úrskurði nefndarinnar. Hann var kveðinn upp þann 19. desember. Þar kemst nefndin að þeirri niðurstöðu að Alex geti aðeins talist karlmannsnafn í íslensku máli, þar sem engin saga eða hefð sé fyrir öðru. Þó er þess getið í úrskurðinum að kvenmannsnafnið Alex brjóti ekki gegn íslensku málkerfi og ekki er talin ástæða til þess að nafngiftin yrði stúlkunni til ama.Sjá einnig: Vill leggja niður mannanafnanefnd: „Verðum að treysta fólki“Bréfið sem barst frá Þjóðskrá.Það var svo í dag, eftir nokkur símtöl og bréf frá Þjóðskrá Íslands, sem bréf barst foreldrum Alexar sem tilkynnti þeim að þau verði beitt dagsektum frá og með 3. apríl fyrir að hafa ekki tilkynnt stofnuninni um nafngift barnsins. Nanna segir það ekki koma til greina að svo stöddu að nefna Alex, sem er nú að verða nítján mánaða, öðru nafni. „Hún á þrjú önnur systkini og er búin að vera kölluð Alex Emma allan þennan tíma,“ segir Nanna. „Svo kemur líka bara upp þrjóska, manni finnst þetta bara fáránlegt. Ég meina, hvaða fasistaríki er þetta? Hún heitir Alex Emma hjá okkur og ég ætla ekki að samþykkja þetta.“Sjá einnig: 10 ára stúlku neitað um vegabréf af ÞjóðskráForeldrarnir þurfa að borga 1.437 krónur á dag þar til Þjóðskrá er tilkynnt um leyfilega nafngift. Nanna segir þau núna skoða hvaða leiðir sé hægt að fara til þess að kæra úrskurð mannanafnanefndar. „Við erum búin að skoða hvað aðrir hafa gert, búin að skoða dómsmál og svona,“ segir hún. Meðal annars settu þau sig í samband við Björk Eiðsdóttur ritstjóra, en dóttir hennar fékk að bera nafnið Blær þrátt fyrir höfnun mannanafnanefndar eftir að Björk höfðaði mál gegn ríkinu. „Það er ekkert annað sem kemur til greina. Núna eftir þrjár vikur eða eitthvað þurfum við að byrja að borga þangað til við finnum eitthvað nafn sem íslenska ríkinu þóknast.“ Nanna segir að fjölskyldan hafi ekki verið nógu dugleg að kanna hvaða leiðir séu færar áður en bréfið barst í dag. „Eiginlega bjóst ég ekki við svona harkalegum aðgerðum, ég verð að viðurkenna það,“ segir hún. „Það var ekki fyrr en maður fékk bréfið að maður hugsaði: Ókei, þetta er í alvörunni að fara að gerast.“
Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira