Volkswagen Passat Alltrack kynntur í Genf Finnur Thorlacius skrifar 20. febrúar 2015 10:05 Nú þegar styttast fer í kynningu á áttundu kynslóð Volkswagen Passat á Íslandi er Volkswagen að fara að sýna Alltrack útfærslu bílsins eftir tvær vikur á bílasýningunni í Genf. Alltrack útfærsla Passat bílsins er hækkuð gerð bílsins sem gerð er fyrir meiri torfærugetu. Hann er útbúinn stærri brettaköntum, verndarhlífum að framan og aftan, breyttum og veglegri stuðurum, vernd fyrir hnjaski á undirvagni og hann er að sjálfsögðu fjórhjóladrifnn. Bíllinn er að auki hannaður þannig að framan og aftan að hann þolir brattara aðkomuhorn beggja vegna og því færari um að klást við torfærur. Passat Alltrack býðst með 5 vélargerðum, tveimur bensínvélum, 148 og 217 hestafla og þremur dísilvélum, 148, 187 og 240 hestafla. Tvær þeirra aflminnstu eru tengdar 6 gíra sjálfskiptingu en þær þrjár aflmeiri eru með 7 gíra sjálfskiptingu. Allar útgáfurnar nema aflminni besínvélin hafa toggetu uppá 1.800 kíló og með þeim fylgir aðstoðarkerfi sem hjálpar ökumanni að bakka með aftanívagn og leggur sjálfur bílnum kórrétt án afskipta ökumanns. Bíllinn kemur einnig með brekkuaðstoð og búnaði til aðstoðar við að fra niður brattar brekkur. Volkswagen Passat Alltrack er enn einn fólksbíllinn frá Volkswagen bílafjölskyldunni sem eru með þessu sniði, en hinir eru Audi Allroad, Skoda Octavia Scout, Seat Leon X-Perience og Volkswagen Golf Multivan. Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent
Nú þegar styttast fer í kynningu á áttundu kynslóð Volkswagen Passat á Íslandi er Volkswagen að fara að sýna Alltrack útfærslu bílsins eftir tvær vikur á bílasýningunni í Genf. Alltrack útfærsla Passat bílsins er hækkuð gerð bílsins sem gerð er fyrir meiri torfærugetu. Hann er útbúinn stærri brettaköntum, verndarhlífum að framan og aftan, breyttum og veglegri stuðurum, vernd fyrir hnjaski á undirvagni og hann er að sjálfsögðu fjórhjóladrifnn. Bíllinn er að auki hannaður þannig að framan og aftan að hann þolir brattara aðkomuhorn beggja vegna og því færari um að klást við torfærur. Passat Alltrack býðst með 5 vélargerðum, tveimur bensínvélum, 148 og 217 hestafla og þremur dísilvélum, 148, 187 og 240 hestafla. Tvær þeirra aflminnstu eru tengdar 6 gíra sjálfskiptingu en þær þrjár aflmeiri eru með 7 gíra sjálfskiptingu. Allar útgáfurnar nema aflminni besínvélin hafa toggetu uppá 1.800 kíló og með þeim fylgir aðstoðarkerfi sem hjálpar ökumanni að bakka með aftanívagn og leggur sjálfur bílnum kórrétt án afskipta ökumanns. Bíllinn kemur einnig með brekkuaðstoð og búnaði til aðstoðar við að fra niður brattar brekkur. Volkswagen Passat Alltrack er enn einn fólksbíllinn frá Volkswagen bílafjölskyldunni sem eru með þessu sniði, en hinir eru Audi Allroad, Skoda Octavia Scout, Seat Leon X-Perience og Volkswagen Golf Multivan.
Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent