Fótbolti

Baldur hægri bakvörður í sigri SönderjyskE

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Baldur Sigurðsson fór til Danmerkur frá KR.
Baldur Sigurðsson fór til Danmerkur frá KR. vísir/stefán
Baldur Sigurðsson lék allan leikinn þegar SönderjyskE vann góðan sigur á Hobro á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Lokatölur 1-0, SönderjyskE í vil, en Silas Songani skoraði sigurmarkið tveimur mínútum fyrir leikslok.

Þetta var fyrsti leikur Baldurs með SönderjyskE í dönsku deildinni sem hófst að nýju í síðustu viku eftir vetrarfrí. Baldur lék í stöðu hægri bakvarðar í dag eins og hann hefur gert í undanförnum æfingaleikjum með SønderjyskE

Þetta var fyrsti sigur SönderjyskE í fjórum leikjum en Baldur og félagar sitja í 7. sæti dönsku deildarinnar með 23 stig. Hobro er með 21 stig í 9. sæti en liðið hefur sigið niður töfluna eftir góða byrjun á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×