Fótbolti

Eggert Gunnþór spilaði sinn fyrsta leik í tæpt ár

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eggert í búningi Vestsjælland.
Eggert í búningi Vestsjælland. heimasíða fcv
FC Kobenhavn vann 2-0 sigur á Vestsjælland í Íslendingaslag í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Tom Hogli og Ludwig Augustinsson skoruðu mörk FCK í sitt hvorum hálfleiknum en liðið hefur unnið fjóra leiki í röð og situr í 2. sæti deildarinnar, fimm stigum á eftir toppliði Midtjylland.

Björn Bergmann Sigurðarson var í byrjunarliði FCK en var tekinn af velli á 63. mínútu. Í hans stað kom landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason.

Þá spilaði Eggert Gunnþór Jónsson allan leikinn fyrir Vestsjælland en þetta var fyrsti keppnisleikurinn sem Eskfirðingurinn

spilar í tæpt ár.

Síðast lék Eggert í sjö mínútur þegar Belenenses gerði markalaust jafntefli við Olhanense í portúgölsku úrvalsdeildinni 9. mars 2014.

Vestsjælland er í 11. og næstneðsta sæti deildarinnar með 15 stig, fjórum stigum frá öruggu sæti.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×