Gervinho svaraði kynþáttahatrinu með sigurmarki | Myndir Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. febrúar 2015 08:45 Gervinho fagnar markinu en á minni myndinni sést fjórði dómari leiksins fjarlægja bananann. vísir/getty/afp Stöðva þurfti seinni leik Feyenoord og Roma í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar sem fram fór á De Kuip-vellinum í Rotterdam í gærkvöldi í tíu mínútur í seinni hálfleik vegna óláta. Allt varð vitlaust á meðal stuðningsmanna Feyenoord þegar Mitchell te Vrede fékk rautt spjald fyrir brot á Kostas Manolas, leikmanni Roma. Liðin þurftu að yfirgefa völlinn því inn á hann rigndi allskonar hlutum úr stúkunni, meðal annars stórum uppblásnum banana sem kastað var í áttina að Fílabeinsstrendingnum Gervinho, fyrrverandi leikmanni Arsenal. Gervinho lét kynþáttníð heimamanna ekkert á sig á fá á meðan leik stóð og skoraði sigurmarkið, 2-1, fimm mínútum eftir að leik var haldið áfram. Með því skaut hann Roma áfram samanlagt, 3-2. Lögreglan í Rotterdam fangelsaði 17 stuðningsmenn Feyenoord og einn Ítala fyrr um daginn, en borgarstjórinn í Rotterdam setti á neyðarlög fyrir leikinn skyldu svipaðir hlutir gerast og fyrir fyrri viðureign liðanna í Rómarborg. Þar létu stuðningsmenn Feyenoord öllum illum látum. Þeir börðust við lögregluna á götum úti og skemmdu byggingar í Róm. Það er morgunljóst að Feyenoord á vændum myndarlega sekt frá UEFA og mögulega þarf liðið að leika fyrir luktum dyrum næst þegar það spilar í Evrópukeppni.vísir/gettyvísir/gettyvísir/gettyvísir/gettyvísir/gettyvísir/getty Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Sjáðu vítakeppni Besiktas og Liverpool Liverpool féll úr leik í Evrópudeildinni á grátlegan hátt í kvöld. 26. febrúar 2015 21:01 Tottenham úr leik í Evrópudeildinni Tottenham er úr leik í Evrópudeildinni eftir tap, 2-0, gegn Fiorentina á Ítalíu. 26. febrúar 2015 13:18 Lukaku í stuði | Úrslit kvöldsins Everton hélt uppi heiðri enskra knattspyrnufélaga í kvöld er liðið komst áfram í 16-liða úrslitin. 26. febrúar 2015 13:21 Liverpool brást bogalistin í vítaspyrnukeppninni Liverpool hefur lokið keppni í Evrópudeildinni eftir tap gegn Besiktas eftir vítaspyrnukeppni. 26. febrúar 2015 13:17 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Sjá meira
Stöðva þurfti seinni leik Feyenoord og Roma í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar sem fram fór á De Kuip-vellinum í Rotterdam í gærkvöldi í tíu mínútur í seinni hálfleik vegna óláta. Allt varð vitlaust á meðal stuðningsmanna Feyenoord þegar Mitchell te Vrede fékk rautt spjald fyrir brot á Kostas Manolas, leikmanni Roma. Liðin þurftu að yfirgefa völlinn því inn á hann rigndi allskonar hlutum úr stúkunni, meðal annars stórum uppblásnum banana sem kastað var í áttina að Fílabeinsstrendingnum Gervinho, fyrrverandi leikmanni Arsenal. Gervinho lét kynþáttníð heimamanna ekkert á sig á fá á meðan leik stóð og skoraði sigurmarkið, 2-1, fimm mínútum eftir að leik var haldið áfram. Með því skaut hann Roma áfram samanlagt, 3-2. Lögreglan í Rotterdam fangelsaði 17 stuðningsmenn Feyenoord og einn Ítala fyrr um daginn, en borgarstjórinn í Rotterdam setti á neyðarlög fyrir leikinn skyldu svipaðir hlutir gerast og fyrir fyrri viðureign liðanna í Rómarborg. Þar létu stuðningsmenn Feyenoord öllum illum látum. Þeir börðust við lögregluna á götum úti og skemmdu byggingar í Róm. Það er morgunljóst að Feyenoord á vændum myndarlega sekt frá UEFA og mögulega þarf liðið að leika fyrir luktum dyrum næst þegar það spilar í Evrópukeppni.vísir/gettyvísir/gettyvísir/gettyvísir/gettyvísir/gettyvísir/getty
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Sjáðu vítakeppni Besiktas og Liverpool Liverpool féll úr leik í Evrópudeildinni á grátlegan hátt í kvöld. 26. febrúar 2015 21:01 Tottenham úr leik í Evrópudeildinni Tottenham er úr leik í Evrópudeildinni eftir tap, 2-0, gegn Fiorentina á Ítalíu. 26. febrúar 2015 13:18 Lukaku í stuði | Úrslit kvöldsins Everton hélt uppi heiðri enskra knattspyrnufélaga í kvöld er liðið komst áfram í 16-liða úrslitin. 26. febrúar 2015 13:21 Liverpool brást bogalistin í vítaspyrnukeppninni Liverpool hefur lokið keppni í Evrópudeildinni eftir tap gegn Besiktas eftir vítaspyrnukeppni. 26. febrúar 2015 13:17 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Sjá meira
Sjáðu vítakeppni Besiktas og Liverpool Liverpool féll úr leik í Evrópudeildinni á grátlegan hátt í kvöld. 26. febrúar 2015 21:01
Tottenham úr leik í Evrópudeildinni Tottenham er úr leik í Evrópudeildinni eftir tap, 2-0, gegn Fiorentina á Ítalíu. 26. febrúar 2015 13:18
Lukaku í stuði | Úrslit kvöldsins Everton hélt uppi heiðri enskra knattspyrnufélaga í kvöld er liðið komst áfram í 16-liða úrslitin. 26. febrúar 2015 13:21
Liverpool brást bogalistin í vítaspyrnukeppninni Liverpool hefur lokið keppni í Evrópudeildinni eftir tap gegn Besiktas eftir vítaspyrnukeppni. 26. febrúar 2015 13:17