Nýr Volkswagen á milli Passat og Phaeton Finnur Thorlacius skrifar 27. febrúar 2015 15:46 Nýr Volkswagen coupe tilraunabíll. Á bílasýningunni í Genf sem er að fara að hefjast mun Volkswagen sýna þennan nýja og laglega bíl, en hann er mitt á milli Volkswagen Passat og flaggskipsins Volkswagen Phaeton að stærð. Volkswagen segir að mjög líklegt sé að þessi bíll verði að framleiðslubíl. Volkswagen hefur áður komið fram með bíl sem er stærri en Passat og fékk hann nafnið Passat CC. Síðar breytti Volkswagen nafninu í bara CC til að aðgreina hann meira frá Passat, en hann hefur aldrei selst í miklu magni. Fyrir um áratug ætlaði Volkswagen að ganga lengra og smíða stærri bíl í samstarfi með Maserati og átti hann að fá undirvagn frá Maserati. Hætt var við þau áform. Nú er komið að því að taka þessa hugmynd örlitlu lengra með þessum nýja bíl, sem er eins og CC bílinn með flötu coupe-lagi. Ári laglegur bíll frá Volkswagen. Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent
Á bílasýningunni í Genf sem er að fara að hefjast mun Volkswagen sýna þennan nýja og laglega bíl, en hann er mitt á milli Volkswagen Passat og flaggskipsins Volkswagen Phaeton að stærð. Volkswagen segir að mjög líklegt sé að þessi bíll verði að framleiðslubíl. Volkswagen hefur áður komið fram með bíl sem er stærri en Passat og fékk hann nafnið Passat CC. Síðar breytti Volkswagen nafninu í bara CC til að aðgreina hann meira frá Passat, en hann hefur aldrei selst í miklu magni. Fyrir um áratug ætlaði Volkswagen að ganga lengra og smíða stærri bíl í samstarfi með Maserati og átti hann að fá undirvagn frá Maserati. Hætt var við þau áform. Nú er komið að því að taka þessa hugmynd örlitlu lengra með þessum nýja bíl, sem er eins og CC bílinn með flötu coupe-lagi. Ári laglegur bíll frá Volkswagen.
Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent