10 litlar breytingar sem gera lífið heilsusamlegra Rikka skrifar 12. febrúar 2015 14:00 visir/getty Oft þarf ekki mikið til þess að gera lífið örlítið heilbrigðara. Hér koma tíu ráð sem gott er að tileinka sér.1. Vendu þig á að koma með smá snakk í vinnuna eins og ávöxt eða góða hnetublöndu. Þegar líða tekur á daginn og þreytan fer að taka völdin getur verið ágætt að grípa í smá nesti svo að þú endir ekki á því að hlaupa og kaupa sælgæti eða drekkir óhóflegt magn af kaffi.2. Minntu þig á að draga andann djúpt nokkrum sinnum yfir daginn. Það bæði frískar þig upp og dregur úr streitu auk þess sem að það hefur áhrif á líkamsstöðu.3. Fáðu þér tíu mínútna göngutúr á hverjum degi í hvaða veðri sem er, farðu þér nú samt ekki að voða. Það hressir, bætir og kætir.4. Reyndu að halda svefninum í jafnvægi. Óreglulegur svefn hefur dómínó-áhrif á lifnaðaraháttinn. Því þreyttari sem að þú ert því meira sækirðu í sætindi og óhollustu.5. Þvoðu hendurnar vel og reglulega. Ekki bjóða bakteríum í heimsókn.6. Vaknaðu fyrr og njóttu þess að fá þér kaffibolla og lesa Fréttablaðið áður en allir aðrir á heimilinu vakna. Hugleiddu jafnvel og ímyndaðu þér að dagurinn í dag verði sá allra besti og alveg eins og þú vilt hafa hann.7. Notaðu dagbók. Skipulagðara líf er betra og hollara fyrir sál og líkama. Það er líklegra að þér verði eitthvað úr verki ef að þú ert búin að skrifa það niður. Svo er líka svo gaman að lesa aftur í tímann um það hvað maður var að gera fyrir ári síðan.8. Brostu, já brostu og brostu, lífið er dásamlegt með öllum sínum kostum og göllum.9. Hrósaðu öðrum og hvettu áfram, þannig stuðlarðu að betra samfélagi.10. Knúsaðu, það er svo gott fyrir hjartað að faðma, faðmaðu fólk, tré, sjálfan þig. Heilsa Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið
Oft þarf ekki mikið til þess að gera lífið örlítið heilbrigðara. Hér koma tíu ráð sem gott er að tileinka sér.1. Vendu þig á að koma með smá snakk í vinnuna eins og ávöxt eða góða hnetublöndu. Þegar líða tekur á daginn og þreytan fer að taka völdin getur verið ágætt að grípa í smá nesti svo að þú endir ekki á því að hlaupa og kaupa sælgæti eða drekkir óhóflegt magn af kaffi.2. Minntu þig á að draga andann djúpt nokkrum sinnum yfir daginn. Það bæði frískar þig upp og dregur úr streitu auk þess sem að það hefur áhrif á líkamsstöðu.3. Fáðu þér tíu mínútna göngutúr á hverjum degi í hvaða veðri sem er, farðu þér nú samt ekki að voða. Það hressir, bætir og kætir.4. Reyndu að halda svefninum í jafnvægi. Óreglulegur svefn hefur dómínó-áhrif á lifnaðaraháttinn. Því þreyttari sem að þú ert því meira sækirðu í sætindi og óhollustu.5. Þvoðu hendurnar vel og reglulega. Ekki bjóða bakteríum í heimsókn.6. Vaknaðu fyrr og njóttu þess að fá þér kaffibolla og lesa Fréttablaðið áður en allir aðrir á heimilinu vakna. Hugleiddu jafnvel og ímyndaðu þér að dagurinn í dag verði sá allra besti og alveg eins og þú vilt hafa hann.7. Notaðu dagbók. Skipulagðara líf er betra og hollara fyrir sál og líkama. Það er líklegra að þér verði eitthvað úr verki ef að þú ert búin að skrifa það niður. Svo er líka svo gaman að lesa aftur í tímann um það hvað maður var að gera fyrir ári síðan.8. Brostu, já brostu og brostu, lífið er dásamlegt með öllum sínum kostum og göllum.9. Hrósaðu öðrum og hvettu áfram, þannig stuðlarðu að betra samfélagi.10. Knúsaðu, það er svo gott fyrir hjartað að faðma, faðmaðu fólk, tré, sjálfan þig.
Heilsa Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið