Fékk húðflúr með „Valhallar-rúnum“ sem enginn getur lesið úr Bjarki Ármannsson skrifar 11. febrúar 2015 00:01 Þessi tákn prýða handlegg Hauks Unnars. Mynd/Vísindavefur HÍ „Getið þið greint þessar rúnir sem ég lét tattúvera á mig?“ Þannig hljómar spurning sem Haukur Unnar Þorkelsson beinir til Vísindavefsins í gær. Haukur lætur fylgja með mynd af rúnum sem hann lét húðflúra á handlegg sinn en hann segir húðflúrarann hafa kallað rúnirnar „Valhallar-rúnir.“ Leit að því heiti skilar engri skilgreiningu á Google og Þórgunnur Snædal rúnafræðingur á bágt með að lesa úr táknunum sem prýða handlegg Hauks. „Auðvelt er að segja að þetta eru ekki eiginlegar rúnir,“ skrifar Þórgunnur. „Erfiðara er að vita hvert þessi tákn hafa verið sótt. Líklega er best að spyrja þann sem gerði tattúveringuna hvar hann hafi fengið þessi tákn, sem ekki eru læsilegar rúnir, nema þá sem grunnhugmynd um hvernig rúnir líta út.“Í samtali við Pressuna segist Haukur hafa fengið húðflúrið til að heiðra son sinn en hann hafi síðar grennslast fyrir og ekki fundið neitt um þessi dularfullu tákn. Kveðst hann ósáttur með þetta og telji sig hafa verið svikinn, enda hljóti það að kosta sitt að lagfæra eða fjarlægja táknin. Þá segir húðflúrarinn sem gerði verkið Pressunni að honum þyki þetta leitt og að hann vilji endilega reyna að bæta Hauki þetta á einhvern hátt. „Ég fékk þessar rúnir í hendurnar fyrir mörgum árum hjá gullsmiði sem þá var á Laugaveginum,“ segir húðflúrarinn. „Hann var að smíða hálsmen með rúnum og sagði að þetta væru töfrarúnir. Sagði að þær væru íslenskar og ég tók hann því miður trúanlegan.“ Sónar Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Sjá meira
„Getið þið greint þessar rúnir sem ég lét tattúvera á mig?“ Þannig hljómar spurning sem Haukur Unnar Þorkelsson beinir til Vísindavefsins í gær. Haukur lætur fylgja með mynd af rúnum sem hann lét húðflúra á handlegg sinn en hann segir húðflúrarann hafa kallað rúnirnar „Valhallar-rúnir.“ Leit að því heiti skilar engri skilgreiningu á Google og Þórgunnur Snædal rúnafræðingur á bágt með að lesa úr táknunum sem prýða handlegg Hauks. „Auðvelt er að segja að þetta eru ekki eiginlegar rúnir,“ skrifar Þórgunnur. „Erfiðara er að vita hvert þessi tákn hafa verið sótt. Líklega er best að spyrja þann sem gerði tattúveringuna hvar hann hafi fengið þessi tákn, sem ekki eru læsilegar rúnir, nema þá sem grunnhugmynd um hvernig rúnir líta út.“Í samtali við Pressuna segist Haukur hafa fengið húðflúrið til að heiðra son sinn en hann hafi síðar grennslast fyrir og ekki fundið neitt um þessi dularfullu tákn. Kveðst hann ósáttur með þetta og telji sig hafa verið svikinn, enda hljóti það að kosta sitt að lagfæra eða fjarlægja táknin. Þá segir húðflúrarinn sem gerði verkið Pressunni að honum þyki þetta leitt og að hann vilji endilega reyna að bæta Hauki þetta á einhvern hátt. „Ég fékk þessar rúnir í hendurnar fyrir mörgum árum hjá gullsmiði sem þá var á Laugaveginum,“ segir húðflúrarinn. „Hann var að smíða hálsmen með rúnum og sagði að þetta væru töfrarúnir. Sagði að þær væru íslenskar og ég tók hann því miður trúanlegan.“
Sónar Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Sjá meira