Hvað gerist hjá kvensjúkdómalækni? sigga dögg skrifar 12. febrúar 2015 09:00 Þú mátt alveg vera í sokkum í skoðun hjá kvensjúkdómalækni Vísir/Getty Að fara í sinn fyrsta tíma hjá kvensjúkdómalækni getur verið vandasamt fyrir þá staðreynd að oftar en ekki er erfitt að komast að hjá slíkum lækni. Það getur bæði verið langur biðtími en einnig taka sumir læknar ekki við nýjum sjúklingum. Málið er bara að hringja í sem flesta og finna sér einhvern sem manni líður vel hjá. Einnig er hægt að fá skoðun á Húð og kyn. Bæði konur og karlar gegna starfi kvensjúkdómalæknis og hver og ein verður að gera upp við sig hvað hentar sér. Heilsa píkunnar er mjög mikilvæg og því er þetta eitthvað sem ekki má vanrækja.Í skoðun þá er spjallað fyrst við lækninn og þá er hægt að tala um ástæðu komunnar, hvort sem það sé eitthvað ákveðið sem ami að (gæti verið kláði, lykt eða óþægindi) eða, kynsjúkdómaskoðun, leghálsstrok eða bara almenn skoðun til að vera viss um að allt sé í sóma (ef þú varst eitthvað óörugg). Þú ert svo beðin um að fara úr fötunum að neðan og leggjast á bekkinn með fæturnar glenntar í sundur. Sumum getur þótt þetta óþægilegt eða jafnvel vandræðalegt en þá er gott að muna að læknir er að skoða þig og viðkomandi er í vinnunni, þetta er því frekar hversdagslegur hlutur fyrir lækninum.Læknir getur notað gogginn eða fingurinn til að þreifa á leginu og leghálsinumVísir/GettyÍ sumum tifellum eru leggöngin spennt um með svokölluðum „gogg“. Það er eins og lítil andarnefja sem fer inn í leggöng og heldur þeim opnum til að auðvelda skoðun. Þetta er ekki alltaf notað en stundum. Ef skoða þarf legið þá er gjarnan notaður til þess lítið ómskoðunartæki sem fer inni í leggöngin. Ef taka þarf stroku úr leghálsinum þá er það gert með löngum eyrnapinna. Eins ef senda þarf eitthvert sýni til ræktunar. Þú getur beðið einhvern náin þér að fara með í skoðunina ef þú ert óörugg, viðkomandi getur þá beðið frammi á biðstofu eða setið með þér inni í skoðuninni (án þess þó að fylgjast með sjálfri líkamlegu skoðunni, nema þú kjósir það). Í heimsókn hjá kvensjúkdómalækni getur verið gott að fara yfir getnaðarvarnir og ræða hvaða útfærsla getur mögulega hentað þér því ef þú kýst að nota lykkjuna þá er hún sett upp hjá kvensjúkdómalækni. Einnig getur læknir mælt með hormónaverjum sem henta þér. Það er því fátt að óttast í skoðun hjá lækni. Heilsa Lífið Tengdar fréttir Hvað gerist í kynsjúkdómaskoðun? Hefur þú ekki alltaf velt því fyrir þér hvað raunverulega felist í því að láta kanna hvort þú sért með kynsjúkdóm? 9. febrúar 2015 11:00 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning
Að fara í sinn fyrsta tíma hjá kvensjúkdómalækni getur verið vandasamt fyrir þá staðreynd að oftar en ekki er erfitt að komast að hjá slíkum lækni. Það getur bæði verið langur biðtími en einnig taka sumir læknar ekki við nýjum sjúklingum. Málið er bara að hringja í sem flesta og finna sér einhvern sem manni líður vel hjá. Einnig er hægt að fá skoðun á Húð og kyn. Bæði konur og karlar gegna starfi kvensjúkdómalæknis og hver og ein verður að gera upp við sig hvað hentar sér. Heilsa píkunnar er mjög mikilvæg og því er þetta eitthvað sem ekki má vanrækja.Í skoðun þá er spjallað fyrst við lækninn og þá er hægt að tala um ástæðu komunnar, hvort sem það sé eitthvað ákveðið sem ami að (gæti verið kláði, lykt eða óþægindi) eða, kynsjúkdómaskoðun, leghálsstrok eða bara almenn skoðun til að vera viss um að allt sé í sóma (ef þú varst eitthvað óörugg). Þú ert svo beðin um að fara úr fötunum að neðan og leggjast á bekkinn með fæturnar glenntar í sundur. Sumum getur þótt þetta óþægilegt eða jafnvel vandræðalegt en þá er gott að muna að læknir er að skoða þig og viðkomandi er í vinnunni, þetta er því frekar hversdagslegur hlutur fyrir lækninum.Læknir getur notað gogginn eða fingurinn til að þreifa á leginu og leghálsinumVísir/GettyÍ sumum tifellum eru leggöngin spennt um með svokölluðum „gogg“. Það er eins og lítil andarnefja sem fer inn í leggöng og heldur þeim opnum til að auðvelda skoðun. Þetta er ekki alltaf notað en stundum. Ef skoða þarf legið þá er gjarnan notaður til þess lítið ómskoðunartæki sem fer inni í leggöngin. Ef taka þarf stroku úr leghálsinum þá er það gert með löngum eyrnapinna. Eins ef senda þarf eitthvert sýni til ræktunar. Þú getur beðið einhvern náin þér að fara með í skoðunina ef þú ert óörugg, viðkomandi getur þá beðið frammi á biðstofu eða setið með þér inni í skoðuninni (án þess þó að fylgjast með sjálfri líkamlegu skoðunni, nema þú kjósir það). Í heimsókn hjá kvensjúkdómalækni getur verið gott að fara yfir getnaðarvarnir og ræða hvaða útfærsla getur mögulega hentað þér því ef þú kýst að nota lykkjuna þá er hún sett upp hjá kvensjúkdómalækni. Einnig getur læknir mælt með hormónaverjum sem henta þér. Það er því fátt að óttast í skoðun hjá lækni.
Heilsa Lífið Tengdar fréttir Hvað gerist í kynsjúkdómaskoðun? Hefur þú ekki alltaf velt því fyrir þér hvað raunverulega felist í því að láta kanna hvort þú sért með kynsjúkdóm? 9. febrúar 2015 11:00 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning
Hvað gerist í kynsjúkdómaskoðun? Hefur þú ekki alltaf velt því fyrir þér hvað raunverulega felist í því að láta kanna hvort þú sért með kynsjúkdóm? 9. febrúar 2015 11:00