Forstjóri Tesla hótar brottrekstri yfirmanna í Kína Finnur Thorlacius skrifar 12. febrúar 2015 09:50 Það er hálfgert sólarlag í sölu Tesla bíla í Kína. Forstjóri Tesla, Elon Musk, er ekkert alltof kátur með dræma sölu Tesla bíla í Kína í síðasta mánuði og hefur hótað yfirmönnum Tesla í Kína brottvikningu ef svo dræm sala heldur áfram. Sala Tesla bíla gekk líka illa í Kína á síðasta fjórðungi liðins árs. Í janúar seldi Tesla aðeins 120 bíla í Kína. Tesla hefur reynt að auka sölu bíla sinna í Kína með uppsetningu hleðslustöðva, en annaðhvort eru þær ekki orðnar nógu margar eða Tesla bílar höfða bara ekki til Kínverja. Rétt er þó að hafa í huga að Tesla bílar eru ansi dýrir í Kína og kostar Tesla Model S þar 121.000 dollara, eða um 16 milljónir króna. Hann er því dýrari þar en hér á landi. Tesla hafði áætlað að sala Tesla bíla í Kína myndi nema þriðjungi heimssölunnar á Tesla bílum. Salan í janúar er þó líklega ekki nema um 5% af sölunni í heiminum og því vill Elon Musk ekki una. Ef Musk rekur stjórnendur Tesla í Kína yrði það reyndar ekki í fyrsta skiptið sem það er gert, því þeir fengu allir að fjúka í fyrra. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent
Forstjóri Tesla, Elon Musk, er ekkert alltof kátur með dræma sölu Tesla bíla í Kína í síðasta mánuði og hefur hótað yfirmönnum Tesla í Kína brottvikningu ef svo dræm sala heldur áfram. Sala Tesla bíla gekk líka illa í Kína á síðasta fjórðungi liðins árs. Í janúar seldi Tesla aðeins 120 bíla í Kína. Tesla hefur reynt að auka sölu bíla sinna í Kína með uppsetningu hleðslustöðva, en annaðhvort eru þær ekki orðnar nógu margar eða Tesla bílar höfða bara ekki til Kínverja. Rétt er þó að hafa í huga að Tesla bílar eru ansi dýrir í Kína og kostar Tesla Model S þar 121.000 dollara, eða um 16 milljónir króna. Hann er því dýrari þar en hér á landi. Tesla hafði áætlað að sala Tesla bíla í Kína myndi nema þriðjungi heimssölunnar á Tesla bílum. Salan í janúar er þó líklega ekki nema um 5% af sölunni í heiminum og því vill Elon Musk ekki una. Ef Musk rekur stjórnendur Tesla í Kína yrði það reyndar ekki í fyrsta skiptið sem það er gert, því þeir fengu allir að fjúka í fyrra.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent