Ford ljær hraðkynni nýja merkingu Finnur Thorlacius skrifar 12. febrúar 2015 14:10 Ford fer frumlegar leiðir við að endurskilgreina hraðkynni („speed dating“) með þessum vel heppnaða hrekk. Í þessu tilviki snúast hraðkynnin um það að fara ógnarhratt um leið og kynnst er nýrri manneskju. Eðlilegt er þá að notast við aflmikinn Ford Mustang bíl og fékk Ford snoppufríða en reynda hraðaksturskonu til verksins. Hún fékk nokkra einhleypa karlmenn með sér á stefnumót og fer með þeim í bíltúr á Mustangnum. Hún þykist ekki mikið kunna á bílinn, en brátt kemur reyndar annað í ljós. Mjög forvitnilegt er að sjá viðbrögð þeirra þegar bensínfóturinn þyngist á þessari reyndu aksturskonu. Svona er semsagt „speed dating“ að mati Ford. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent
Ford fer frumlegar leiðir við að endurskilgreina hraðkynni („speed dating“) með þessum vel heppnaða hrekk. Í þessu tilviki snúast hraðkynnin um það að fara ógnarhratt um leið og kynnst er nýrri manneskju. Eðlilegt er þá að notast við aflmikinn Ford Mustang bíl og fékk Ford snoppufríða en reynda hraðaksturskonu til verksins. Hún fékk nokkra einhleypa karlmenn með sér á stefnumót og fer með þeim í bíltúr á Mustangnum. Hún þykist ekki mikið kunna á bílinn, en brátt kemur reyndar annað í ljós. Mjög forvitnilegt er að sjá viðbrögð þeirra þegar bensínfóturinn þyngist á þessari reyndu aksturskonu. Svona er semsagt „speed dating“ að mati Ford.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent