Kia Trailster orkubúnt Finnur Thorlacius skrifar 13. febrúar 2015 09:15 Kia mun kynna nýjan hugmyndabíl sinn, Trailster á bílasýningunni í Chicago sem hefst nú um helgina. Bíllinn er í raun upphækkaður Kia Soul með ríflega 6 sentimetra undir lægsta punkt, varnarhlífar að framan og aftan og mun öflugri vél en sést hefur í Soul fram að þessu. Bíllinn er 220 hestöfl og 185 þeirra koma frá 2,0 lítra bensínvél sem knýr framhjólin, en restin kemur frá rafmótorum sem knýja afturhjólin. Með rafmótorunum eingöngu má aka þessum bíl fyrstu 3-5 kílómetrana. Kia segir að þessi drifrás tryggi 25-30% lægri eyðslu en í Kia Soul með 2,0 lítra vélinni í dag. Þak bílsins er úr dúk sem taka má niður ef veður leyfir og því er þessi bíll heppilegur til útivistar þegar sól skín í heiði. Kia segir að þessi drifrás geti einnig sést í hefðbundnum Kia Soul í framhaldinu. Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent
Kia mun kynna nýjan hugmyndabíl sinn, Trailster á bílasýningunni í Chicago sem hefst nú um helgina. Bíllinn er í raun upphækkaður Kia Soul með ríflega 6 sentimetra undir lægsta punkt, varnarhlífar að framan og aftan og mun öflugri vél en sést hefur í Soul fram að þessu. Bíllinn er 220 hestöfl og 185 þeirra koma frá 2,0 lítra bensínvél sem knýr framhjólin, en restin kemur frá rafmótorum sem knýja afturhjólin. Með rafmótorunum eingöngu má aka þessum bíl fyrstu 3-5 kílómetrana. Kia segir að þessi drifrás tryggi 25-30% lægri eyðslu en í Kia Soul með 2,0 lítra vélinni í dag. Þak bílsins er úr dúk sem taka má niður ef veður leyfir og því er þessi bíll heppilegur til útivistar þegar sól skín í heiði. Kia segir að þessi drifrás geti einnig sést í hefðbundnum Kia Soul í framhaldinu.
Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent