Lífið

Fólkið á Sónar: „Vinnurðu nokkuð fyrir Edward Snowden?“

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Frá vinstri: Shelby, Zeno, Leo og Phlipp.
Frá vinstri: Shelby, Zeno, Leo og Phlipp. vísir/andri marínó
„Þú vinnur tæplega með Edward Snowden?“ svaraði Philipp Hahn þegar hann og vinir hans voru spurðir hvort þeir ættu mínútur aflögu í létt spjall. Hann, ásamt vinum sínum, var einn fjölmargra gesta sem voru mættir á Sónar Reykjavík tónlistarhátíðina.

Hópurinn er frá hinum ýmsu heimshornum. Philipp ólst upp í Los Angeles en kemur frá Þýskalandi. Konan í hópnum heitir Shelby Ashton Sward frá Bakersfield í Kaliforníu, Leo Konopizky er fæddur í Brasilíu en ólst upp í München og Zeno er með Argentínskt blóð í æðum sér en hefur búið á Seltjarnarnesi síðustu átta ár.

„Jón Gnarr vildi setja upp tollhlið til okkar en tókst það sem betur fer ekki,” segir hann og hlær. Það var hann sem sannfærði hópinn um að koma en Leo og Philipp hafa báðir heimsótt Ísland fjórum sinnum. Shelby er hins vegar hér í fyrsta skipti.

Blaðamaður hitti þau á fyrsta degi hátíðarinnar. Þau voru spenntust fyrir að sjá Paul Kalkbrenner að Leo undanskildum, hann þolir ekki landa sinn. Leo hlakkaði mest til að sjá Jimmy Edgar.

„Svo er eitthvað við Balsamic Brothers, ég er skemmtilega hungraður í þá,” sagði Philipp að lokum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.