Bubbi sagði að flutningur Diljár hefði komið sér á óvart. „Mér fannst þú bókstaflega pínulítið undur. Mér finnst æðislegur tónn í röddinni þinni. Þetta kom mér svo mikið á óvart að ég trúi því varla sjálfur. Mér fannst þú, Diljá, æðisleg,“ sagði Bubbi.
Dómnefndin var sammála um að Diljá ætti að fara áfram því þau sögðu öll já.
Diljá sagðist var töluvert stressuð fyrir flutninginn en Auddi fékk hana til að draga djúpt andann og slaka á. Móðir Diljár virtist vera heldur stressaðri en dóttir sín. Þegar Auddi spurði hana hvað hún myndi gera ef hún þyrfti að taka þátt í svona keppni sagði móðirin: „Detta niður dauð.“