Brandt Snedeker sigraði á Pebble Beach 16. febrúar 2015 07:30 Snedeker hafði ríka ástæðu til að fagna í kvöld. vísir/Getty Bandaríkjamaðurinn Brandt Snedeker sigraði á AT&T National mótinu sem kláraðist í kvöld en þetta er sjöundi sigur hans á PGA-mótaröðinni á ferlinum. Fyrir lokahringinn leiddi Jim Furyk mótið en hann fann sig alls ekki, lék Pebble Beach á 74 höggum og endaði að lokum jafn í sjöunda sæti á 16 höggum undir pari. Snedeker nýtti sér það með hring upp á 67 högg eða fimm undir pari þar sem þessi reynslumikli kylfingur fékk ekki einn einasta skolla. Hann endaði að lokum á 22 höggum undir pari, þremur á undan Nick Watney sem tryggði sér annað sætið á 19 undir. Brandt Snedeker var í hópi tíu bestu kylfinga heims fyrir nokkrum árum en hann hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu þar sem bakmeiðsli hafa verið að hrjá hann ásamt erfileikum með stutta spilið. Hann hefur fallið jafnt og þétt niður heimslistann og átti það á hættu að missa þátttökurétt sinn í stærstu mótum heims, en með sigrinum um helgina þarf hann ekki að hafa áhyggjur af því lengur. Fyrir sigurinn fær Snedeker rúmlega 140 milljónir króna en hann var ekki eini kylfingurinn á PGA-mótaröðinni sem datt í lukkupottinn um helgina. Nýliðinn Mark Hubbard bað kærustu sína, Meghan McCurly, um að giftast sér eftir að hafa lokið leik á öðrum hring. Hún sagði já eins og sést á þessu skemmtilega myndbandi en það hefur eflaust bætt upp fyrir það að Hubbard missti af niðurskurðinum á föstudaginn með einu höggi. Næsta mót á PGA-mótaröðinni verður Northern Trust mótið sem fram fer á Riviera vellinum en þar á Bubba Watson titil að verja. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Brandt Snedeker sigraði á AT&T National mótinu sem kláraðist í kvöld en þetta er sjöundi sigur hans á PGA-mótaröðinni á ferlinum. Fyrir lokahringinn leiddi Jim Furyk mótið en hann fann sig alls ekki, lék Pebble Beach á 74 höggum og endaði að lokum jafn í sjöunda sæti á 16 höggum undir pari. Snedeker nýtti sér það með hring upp á 67 högg eða fimm undir pari þar sem þessi reynslumikli kylfingur fékk ekki einn einasta skolla. Hann endaði að lokum á 22 höggum undir pari, þremur á undan Nick Watney sem tryggði sér annað sætið á 19 undir. Brandt Snedeker var í hópi tíu bestu kylfinga heims fyrir nokkrum árum en hann hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu þar sem bakmeiðsli hafa verið að hrjá hann ásamt erfileikum með stutta spilið. Hann hefur fallið jafnt og þétt niður heimslistann og átti það á hættu að missa þátttökurétt sinn í stærstu mótum heims, en með sigrinum um helgina þarf hann ekki að hafa áhyggjur af því lengur. Fyrir sigurinn fær Snedeker rúmlega 140 milljónir króna en hann var ekki eini kylfingurinn á PGA-mótaröðinni sem datt í lukkupottinn um helgina. Nýliðinn Mark Hubbard bað kærustu sína, Meghan McCurly, um að giftast sér eftir að hafa lokið leik á öðrum hring. Hún sagði já eins og sést á þessu skemmtilega myndbandi en það hefur eflaust bætt upp fyrir það að Hubbard missti af niðurskurðinum á föstudaginn með einu höggi. Næsta mót á PGA-mótaröðinni verður Northern Trust mótið sem fram fer á Riviera vellinum en þar á Bubba Watson titil að verja.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira