Færðu kvef af kulda? sigga dögg skrifar 16. febrúar 2015 11:00 Oft er einn smitast af kvefi þá smitast allir innan fjölskyldunnar Vísir/Getty Nú er ískalt úti, vindurinn blæs og snjórinn feykist útum allt og ekki ósennilegt að margir séu kvefaðir.En hvað er kvef raunverulega? Samkvæmt Doktor.is þá valda veirur kvefi og eru til yfir 200 „tegundir“ af kvefi. Einkenni kvefa þekkja margir svo sem nefrennsli með miklu hori, höfuðverkur, hnerr, óþægindi í hálsi og fleira. Þá er ekki algengt að hiti fylgi kvefi og því gæti verið um eitthvað annað að ræða ef hiti fylgir líka. Það er algengt að börn fái kvef og getur það verið allt frá sex til tíu sinnum á ári en meðaltalið erum fjórum sinnum fyrir fullorðna. Besta leiðin til að koma í veg fyrir smit kvefs er að þvo sér reglulega um hendurnar og ekki komast í beina snertingu við einhvern sem er með kvef (sérstaklega að reyna komast hjá því að viðkomandi hósti eða hnerri á þig og ekki deila sama snýtiklút með viðkomandi). Það eru ýmsar tilgátur uppi um af hverju meira er um kvef á haustin og veturnar og útskýrir neðangreint myndband það á skemmtilegan og fræðandi hátt. Heilsa Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur
Nú er ískalt úti, vindurinn blæs og snjórinn feykist útum allt og ekki ósennilegt að margir séu kvefaðir.En hvað er kvef raunverulega? Samkvæmt Doktor.is þá valda veirur kvefi og eru til yfir 200 „tegundir“ af kvefi. Einkenni kvefa þekkja margir svo sem nefrennsli með miklu hori, höfuðverkur, hnerr, óþægindi í hálsi og fleira. Þá er ekki algengt að hiti fylgi kvefi og því gæti verið um eitthvað annað að ræða ef hiti fylgir líka. Það er algengt að börn fái kvef og getur það verið allt frá sex til tíu sinnum á ári en meðaltalið erum fjórum sinnum fyrir fullorðna. Besta leiðin til að koma í veg fyrir smit kvefs er að þvo sér reglulega um hendurnar og ekki komast í beina snertingu við einhvern sem er með kvef (sérstaklega að reyna komast hjá því að viðkomandi hósti eða hnerri á þig og ekki deila sama snýtiklút með viðkomandi). Það eru ýmsar tilgátur uppi um af hverju meira er um kvef á haustin og veturnar og útskýrir neðangreint myndband það á skemmtilegan og fræðandi hátt.
Heilsa Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur