Davis Love III verður næsti liðsstjóri Bandaríkjanna Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. febrúar 2015 17:30 Davis Love III var vinsæll liðsstjóri 2012. vísir/getty Davis Love III verður næsti liðsstjóri bandaríska Ryder-liðsins í golfi, samkvæmt heimildum Golf Channel. Frá þessu greinir ESPN. Love III var liðsstjóri bandaríska liðsins á Medinah-vellinum árið 2012 þegar Evrópa vann ævintýralegan sigur eftir að vera 10-6 undir fyrir lokadaginn. Hann verður annar maðurinn í röð sem stýrir liðinu í annað sinn á ferlinum, en Tom Watson var liðsstjóri bandaríska liðsins sem tapaði fyrir Evrópu í Skotlandi á síðasta ári. Love III var í ellefu manna nefnd sem skipuð var eftir tapið gegn Evrópu 2012. Hún átti að finna nýjar leiðir til þess að velja liðsstjóra, aðstoðarmenn þeirra og hvernig liðið á að spila. Fred Couples er sagður hafa komið til greina þar sem Bandaríkin hafa unnið Forsetabikarinn í þrígang undir hans stjórn, og þá voru Steve Stricker og Paul Azinger einnig nefndir til sögunnar. Bandaríkin unnu síðar árið 2008 undir stjórn Azinger. Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Davis Love III verður næsti liðsstjóri bandaríska Ryder-liðsins í golfi, samkvæmt heimildum Golf Channel. Frá þessu greinir ESPN. Love III var liðsstjóri bandaríska liðsins á Medinah-vellinum árið 2012 þegar Evrópa vann ævintýralegan sigur eftir að vera 10-6 undir fyrir lokadaginn. Hann verður annar maðurinn í röð sem stýrir liðinu í annað sinn á ferlinum, en Tom Watson var liðsstjóri bandaríska liðsins sem tapaði fyrir Evrópu í Skotlandi á síðasta ári. Love III var í ellefu manna nefnd sem skipuð var eftir tapið gegn Evrópu 2012. Hún átti að finna nýjar leiðir til þess að velja liðsstjóra, aðstoðarmenn þeirra og hvernig liðið á að spila. Fred Couples er sagður hafa komið til greina þar sem Bandaríkin hafa unnið Forsetabikarinn í þrígang undir hans stjórn, og þá voru Steve Stricker og Paul Azinger einnig nefndir til sögunnar. Bandaríkin unnu síðar árið 2008 undir stjórn Azinger.
Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira