Laumast í tökur á James Bond Finnur Thorlacius skrifar 18. febrúar 2015 09:27 Nú standa yfir tökur á næstu James Bond mynd, Spectre. Þessar myndir náðust af atriði sem tekið er upp við Blenheim Palace í Oxforskíri í Bretlandi. Þar er James Bond á flótta á Aston Martin DB10 bíl sínum undir skothríð og svo virðist sem hann hafi verið óboðinn gestur í höllinni. Atriðið er tekið margoft upp frá öflugum jeppa með miklum tökubúnaði á toppi hans og eltir hann DB10 bílinn á flóttanum. Í fyrstu sést þar sem ökumaður DB10 bílsins, sem væntanlega er ekki Daniel Craig, æfir sig fyrir tökuna og bakkar bílnum og snýr honum svo rösklega á punktinum fyrir flóttann. Síðan hefjast tökur á atriðinu. Hér sést önnur taka frá austurríska skíðasvæðinu Sölden. Þar sést þar sem Range Rover Sport SVR og Land Rover Defender bílar eru teknir til kostanna í eltingaleik í um 3.000 metra hæð í fjöllunum í Sölden. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent
Nú standa yfir tökur á næstu James Bond mynd, Spectre. Þessar myndir náðust af atriði sem tekið er upp við Blenheim Palace í Oxforskíri í Bretlandi. Þar er James Bond á flótta á Aston Martin DB10 bíl sínum undir skothríð og svo virðist sem hann hafi verið óboðinn gestur í höllinni. Atriðið er tekið margoft upp frá öflugum jeppa með miklum tökubúnaði á toppi hans og eltir hann DB10 bílinn á flóttanum. Í fyrstu sést þar sem ökumaður DB10 bílsins, sem væntanlega er ekki Daniel Craig, æfir sig fyrir tökuna og bakkar bílnum og snýr honum svo rösklega á punktinum fyrir flóttann. Síðan hefjast tökur á atriðinu. Hér sést önnur taka frá austurríska skíðasvæðinu Sölden. Þar sést þar sem Range Rover Sport SVR og Land Rover Defender bílar eru teknir til kostanna í eltingaleik í um 3.000 metra hæð í fjöllunum í Sölden.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent