Mercedes Benz Maybach jeppi í bígerð Finnur Thorlacius skrifar 2. febrúar 2015 16:43 Mercedes Benz Maybach yrði lengri útgáfa GL-jeppans og með 12 strokka vél og tveimur forþjöppum. Forstjóri Mercedes Benz, Dr. Dieter Zetsche, hefur látið hafa eftir sér að smíði glæsijeppa með Maybach merki sé afar líkleg. Mercedes Benz tók þá ákvörðun fyrir ekki svo löngu að endurvekja lúxusbílamerkið Maybach og bæta Maybach merkinu við þá stærri bíla Benz sem allra mest er lagt í. Til dæmis er nú hægt að fá S-Class bílinn af Maybach gerð og er sá bíll ofurhlaðinn lúxus. Það mun einnig eiga við jeppa með Maybach nafni, en líklega færi þar lengdur GL-jeppi Mercedes.Hann gæti verið vopnaður mjög öflugri V12 vél með tveimur stórum forþjöppum. Þessum jeppa yrði sérstaklega beint gegn Bentley Bentayga jeppanum sem er í þróun. Því ætlar Mercedes Benz aldeilis ekki að eftirláta Volkswagen, sem á jú Bentley, markaðinn fyrir ofurjeppa. Víst er að báðir þessir jeppar munu freista ofurríkra olíueigenda Arabaríkjanna og sífjölgandi milljarðamæringa heimsins. Búast má við því að Maybach jeppinn kosti ekki minna en 150.000 dollara, eða 20 milljónir króna. Það verð þyrfti líklega að tvöfalda hingað til lands kominn þar sem slíkur bíll færi í hæsta vörugjaldsflokk. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent
Forstjóri Mercedes Benz, Dr. Dieter Zetsche, hefur látið hafa eftir sér að smíði glæsijeppa með Maybach merki sé afar líkleg. Mercedes Benz tók þá ákvörðun fyrir ekki svo löngu að endurvekja lúxusbílamerkið Maybach og bæta Maybach merkinu við þá stærri bíla Benz sem allra mest er lagt í. Til dæmis er nú hægt að fá S-Class bílinn af Maybach gerð og er sá bíll ofurhlaðinn lúxus. Það mun einnig eiga við jeppa með Maybach nafni, en líklega færi þar lengdur GL-jeppi Mercedes.Hann gæti verið vopnaður mjög öflugri V12 vél með tveimur stórum forþjöppum. Þessum jeppa yrði sérstaklega beint gegn Bentley Bentayga jeppanum sem er í þróun. Því ætlar Mercedes Benz aldeilis ekki að eftirláta Volkswagen, sem á jú Bentley, markaðinn fyrir ofurjeppa. Víst er að báðir þessir jeppar munu freista ofurríkra olíueigenda Arabaríkjanna og sífjölgandi milljarðamæringa heimsins. Búast má við því að Maybach jeppinn kosti ekki minna en 150.000 dollara, eða 20 milljónir króna. Það verð þyrfti líklega að tvöfalda hingað til lands kominn þar sem slíkur bíll færi í hæsta vörugjaldsflokk.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent