Gjaldþrotameðferð Spyker snúið við Finnur Thorlacius skrifar 3. febrúar 2015 09:16 Sportbíll úr smiðju Spyker. Hollenski sportbíla-framleiðandinn Spyker, sem lýstur var gjaldrota þann 18. desember síðastliðinn, er bara alls ekki gjaldþrota. Þessu komust dómarar að er þeir tóku fyrir áfrýjun stjórnenda Spyker á þessum úrskurði frá því fyrir jól. Það voru kröfuhafar í Spyker sem þrýstu á um gjaldþrotaskipti í Spyker og fengu þeir kröfum sínum framgengt frá hollenskum dómstólum. Eftir að staða Spyker hafði hins vegar verið skoðuð betur komust dómstólar í Hollandi að því að ekki hefði verið rétt að lýsa fyrirtækið gjaldþrota og snéru því úrskurðinum við. Þessi ákvörðun breytir að sjálfsögðu öllu fyrir Spyker og nú ætlar fyrirtækið að halda áformum sínum til streitu að setja á markað Spyker B6 Venator bílinn sem fyrirtækið vann að fyrir þessar hremmingar. Er það tiltölulega smár sportbíll á ferð sem höfða á til breiðari hóps viðskiptavina en með fyrri gerðum Spyker bíla. Í áframhaldi verður svo unnið að þróun rafmagnsbíls, en það hefur lengi staðið til hjá Spyker og það í samstarfi við bandarískan rafhlöðuframleiðanda. Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent
Hollenski sportbíla-framleiðandinn Spyker, sem lýstur var gjaldrota þann 18. desember síðastliðinn, er bara alls ekki gjaldþrota. Þessu komust dómarar að er þeir tóku fyrir áfrýjun stjórnenda Spyker á þessum úrskurði frá því fyrir jól. Það voru kröfuhafar í Spyker sem þrýstu á um gjaldþrotaskipti í Spyker og fengu þeir kröfum sínum framgengt frá hollenskum dómstólum. Eftir að staða Spyker hafði hins vegar verið skoðuð betur komust dómstólar í Hollandi að því að ekki hefði verið rétt að lýsa fyrirtækið gjaldþrota og snéru því úrskurðinum við. Þessi ákvörðun breytir að sjálfsögðu öllu fyrir Spyker og nú ætlar fyrirtækið að halda áformum sínum til streitu að setja á markað Spyker B6 Venator bílinn sem fyrirtækið vann að fyrir þessar hremmingar. Er það tiltölulega smár sportbíll á ferð sem höfða á til breiðari hóps viðskiptavina en með fyrri gerðum Spyker bíla. Í áframhaldi verður svo unnið að þróun rafmagnsbíls, en það hefur lengi staðið til hjá Spyker og það í samstarfi við bandarískan rafhlöðuframleiðanda.
Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent