Mitsubishi og Nissan hætta við samstarf Finnur Thorlacius skrifar 4. febrúar 2015 08:45 Mitsubishi Outlander PHEV. Til stóð hjá Mitsubishi og Nissan að framleiða saman að minnsta kosti einn fólksbíl í D-stærðarflokki, en nú hefur verið hætt við þau áform. Ekki liggur ljóst fyrir hvað varð til þess að þessi áform voru lögð til hliðar. Viðræður á milli fyrirtækjanna voru komnar lengra en með framleiðslu á þessum frekar stóra fólksbíls, heldur einnig bíls í C-stærðarflokki, sem og smáum rafmagnsbíl fyrir Japansmarkað. Ekki verður af neinum þessara bíla. Meiningin var að framleiða þessa bíla í verksmiðju Nissan-Renault í Busan í S-Kóreu. Þessi stefnubreyting gerir það þó ekki að verkum að nýir bílar komi á næstunni frá Mitsubishi, en brátt er von á nýjum Mirage og uppfærðir Outlander og Lancer koma á næsta ári. Hvort þessi ákvörðun nú tengist óvæntum og góðum árangri Mitsubishi á síðasta ári er ekki ljóst, en Mitsubishi seldi til dæmis 24,8% fleiri bíla í Bandaríkjunum í fyrra en ári fyrr. Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent
Til stóð hjá Mitsubishi og Nissan að framleiða saman að minnsta kosti einn fólksbíl í D-stærðarflokki, en nú hefur verið hætt við þau áform. Ekki liggur ljóst fyrir hvað varð til þess að þessi áform voru lögð til hliðar. Viðræður á milli fyrirtækjanna voru komnar lengra en með framleiðslu á þessum frekar stóra fólksbíls, heldur einnig bíls í C-stærðarflokki, sem og smáum rafmagnsbíl fyrir Japansmarkað. Ekki verður af neinum þessara bíla. Meiningin var að framleiða þessa bíla í verksmiðju Nissan-Renault í Busan í S-Kóreu. Þessi stefnubreyting gerir það þó ekki að verkum að nýir bílar komi á næstunni frá Mitsubishi, en brátt er von á nýjum Mirage og uppfærðir Outlander og Lancer koma á næsta ári. Hvort þessi ákvörðun nú tengist óvæntum og góðum árangri Mitsubishi á síðasta ári er ekki ljóst, en Mitsubishi seldi til dæmis 24,8% fleiri bíla í Bandaríkjunum í fyrra en ári fyrr.
Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent