Spá 88,6 milljón bíla sölu í ár Finnur Thorlacius skrifar 5. febrúar 2015 09:20 Í ár mun bílasala enn aukast í heiminum, ef spár ganga eftir. Í fyrra seldust 86,5 milljón bílar í heiminum öllum og spár IHS Automotive í Bandaríkjunum hljóðar uppá 2,4% vöxt í ár og 88,6 milljón bíla sölu. Áfram er spáð talsverðum vexti í sölu bíla í Kína, sem nemur 7% og 25.2 milljón bíla sölu. Það yrði 28,5% heimssölunnar. Einnig er spáð áframhaldandi góðri sölu í Bandaríkjunum, eða 2,5% vexti og 16,9 milljón bíla sölu. Góð sala vestanhafs gæti að miklu leiti oltið á bensínverðinu og ef það helst áfram lágt spá því sumir að salan fari yfir 17 milljónir bíla. Í Rússlandi er spáð áframhaldandi minnkandi sölu og að hún falli um svo mikið sem 27% í ár, sem yrði 40% minni sala en árið 2012. Gert er ráð fyrir að sala í Evrópu haldi áfram að aukast og það um 3% í ár. Í S-Ameríku er gert ráð fyrir minnkandi sölu þar sem illa gengur að minnka atvinnuleysi, litlum aðgangi að lánsfjármagni og aukningu innflutningstolla. Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent
Í fyrra seldust 86,5 milljón bílar í heiminum öllum og spár IHS Automotive í Bandaríkjunum hljóðar uppá 2,4% vöxt í ár og 88,6 milljón bíla sölu. Áfram er spáð talsverðum vexti í sölu bíla í Kína, sem nemur 7% og 25.2 milljón bíla sölu. Það yrði 28,5% heimssölunnar. Einnig er spáð áframhaldandi góðri sölu í Bandaríkjunum, eða 2,5% vexti og 16,9 milljón bíla sölu. Góð sala vestanhafs gæti að miklu leiti oltið á bensínverðinu og ef það helst áfram lágt spá því sumir að salan fari yfir 17 milljónir bíla. Í Rússlandi er spáð áframhaldandi minnkandi sölu og að hún falli um svo mikið sem 27% í ár, sem yrði 40% minni sala en árið 2012. Gert er ráð fyrir að sala í Evrópu haldi áfram að aukast og það um 3% í ár. Í S-Ameríku er gert ráð fyrir minnkandi sölu þar sem illa gengur að minnka atvinnuleysi, litlum aðgangi að lánsfjármagni og aukningu innflutningstolla.
Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent