Sigurinn dæmdur af Anderson Silva Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. febrúar 2015 18:50 Anderson Silva vann Nick Diaz en það verður ekki skráð í sögubækurnar. vísir/getty Anderson Silva, besti MMA-bardagamaður sögunnar að flestra mati, vann Nick Diaz í endurkomu sinni í UFC um síðustu helgi, en hann sneri þar aftur eftir þrettán mánaða fjarveru vegna fótbrots. Silva og Diaz féllu báðir á lyfjaprófi sem þeir fóru í 9. janúar, en niðurstöðurnar voru birtar tveimur dögum eftir bardagann. Nú hefur íþróttanefnd Nevadaríkis ákveðið að bardaganum verði breytt í svokollað „No Contest“ en hann fór fram í Las Vegas. Bardaginn hefur sem sagt verið felldur úr gildi. „Ég veit ekki hvort hann fái sigurbónusinn samt sem áður eftir þessa breytingu. UFC-sambandið ræður því. Hann fær þó ekki öll sigurlaunin,“ segir Bob Bennett, framkvæmdastjóri Nevada State Athletic Commission, NSAC. Sögubækurnar munu því ekki sýna fram á sigur Silva í bardaganum, en þetta var 18. bardaginn hans í UFC. Hann hefur því ekki unnið í þremur bardögum í röð. Silva tapaði í tvígang fyrir Chris Weidman, 6. júlí og 28. desember 2013, en Brasilíumaðurinn fótbrotnaði í seinni bardaganum og var lengi frá vegna meiðslanna. Síðast vann hann Stephan Bonnar í UFC 153 sem fram fór 13. október 2012. Silva varði þá heimsmeistaratitilinn í léttþungavigt. Þetta er svartur blettur á ferli þessa annars magnaða bardagakappa sem hélt heimsmeistaratitlinum lengur en nokkur annar í sögu UFC. MMA Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Leik lokið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Úrslitin ráðast í úrvalsdeildinni í keilu Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Danski dómarinn aftur á börum af velli „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Svindlaði á öllum lyfjaprófum Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Dagskráin í dag: Sunnudagssæla Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Sjá meira
Anderson Silva, besti MMA-bardagamaður sögunnar að flestra mati, vann Nick Diaz í endurkomu sinni í UFC um síðustu helgi, en hann sneri þar aftur eftir þrettán mánaða fjarveru vegna fótbrots. Silva og Diaz féllu báðir á lyfjaprófi sem þeir fóru í 9. janúar, en niðurstöðurnar voru birtar tveimur dögum eftir bardagann. Nú hefur íþróttanefnd Nevadaríkis ákveðið að bardaganum verði breytt í svokollað „No Contest“ en hann fór fram í Las Vegas. Bardaginn hefur sem sagt verið felldur úr gildi. „Ég veit ekki hvort hann fái sigurbónusinn samt sem áður eftir þessa breytingu. UFC-sambandið ræður því. Hann fær þó ekki öll sigurlaunin,“ segir Bob Bennett, framkvæmdastjóri Nevada State Athletic Commission, NSAC. Sögubækurnar munu því ekki sýna fram á sigur Silva í bardaganum, en þetta var 18. bardaginn hans í UFC. Hann hefur því ekki unnið í þremur bardögum í röð. Silva tapaði í tvígang fyrir Chris Weidman, 6. júlí og 28. desember 2013, en Brasilíumaðurinn fótbrotnaði í seinni bardaganum og var lengi frá vegna meiðslanna. Síðast vann hann Stephan Bonnar í UFC 153 sem fram fór 13. október 2012. Silva varði þá heimsmeistaratitilinn í léttþungavigt. Þetta er svartur blettur á ferli þessa annars magnaða bardagakappa sem hélt heimsmeistaratitlinum lengur en nokkur annar í sögu UFC.
MMA Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Leik lokið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Úrslitin ráðast í úrvalsdeildinni í keilu Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Danski dómarinn aftur á börum af velli „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Svindlaði á öllum lyfjaprófum Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Dagskráin í dag: Sunnudagssæla Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Sjá meira