Grænlendingar flykkjast til landsins til að taka þátt í Ísland Got Talent. Í fyrsta þættinum sáum við Thelmu Kajsdóttur, systur Mörtu Maríu, syngja lag og í kvöld steig Hans-Peter Bay, 29 ára landi hennar, á svið og söng grænlenskt lag. Titillinn þess útleggst sem Von á íslensku.
Sjá einnig:Grænlensk systir Mörtu Maríu sló í gegn
„Þó að ég vinni ekki þá vona ég að einhverjir framleiðendur heyri mig syngja og pikki mig upp fyrir Eurovision,“ segir Hans-Peter. Hann reyndi einnig að kenna Audda að segja „Gangi þér vel,“ á grænlensku með engum árangri.
„Syngur á grænlensku og talar ensku með dönskum hreim. Hversu svalur er hægt að vera?“ sagði Selma Björnsdóttir. Eftir flutninginn voru dómararnir allir á sama máli. Fjögur já biðu Hans-Peter sem er kominn áfram í næstu umferð.
„Syngur á grænlensku og talar ensku með dönskum hreim“
Tengdar fréttir

Söng sem Andrés Önd en komst ekki áfram
Ögmundur Karvelsson gerði tilraun annað árið í röð í Ísland Got Talent.

Sló í gegn hjá salnum en heillaði ekki dómarana
Frumleg Gollris eftirherma dugði ekki til.

Ung móðir frá Akranesi söng Selmu upp úr skónum
Þriðji keppandinn sem fer áfram með gullhnappinum.

Veldu besta augnablikið: Kem aftur, rappararnir og flexarinn
Taktu þátt og þú gætir unnið glæsilega vinninga.