Jason Day fagnaði sigri eftir bráðabana 9. febrúar 2015 08:00 Jason Day hafði ástæðu til þess að brosa í kvöld. Getty Ástralinn Jason Day tryggði sér sinn þriðja sigur á PGA-mótaröðinni á ferlinum í kvöld en hann lék best allra á Farmers Insurance mótinu. Lokahringurinn var æsispennandi en margir kylfingar skiptust á að taka forystunna og á einum tímapunkti voru yfir átta kylfingar í forystu eða einu höggi frá henni. Það endaði því þannig að fjórir kylfingar deildu efsta sætinu að loknum 72 holum á Torrey Pines vellinum og því þurfti að grípa til bráðabana. Það voru þeir Scott Stallings, Harris English, J.B. Holmes og Jason Day en á fyrstu holu í bráðabana fengu Day og Holmes fugl á meðan að Stallings og English fengu par. Það var svo á annarri holu í bráðabananum þar sem úrslit réðust en J.B. Holmes fékk skolla á hana meðan að Day gat tvípúttað fyrir pari og sigrinum. Jason Day er gríðarlega vinsæll kylfingur á PGA-mótaröðinni, bæði meðal áhorfenda og annarra kylfinga enda er hann brosmildur með eindæmum. Ferill hans hefur þó verið plagaður af meiðslum en ef þessi hæfileikaríki kylfingur nær að halda sér heilum á komandi tímabili gæti hann hæglega gert atlögu að stærstu titlum ársins í golfheiminum. Fyrir sigurinn fékk Day rúmlega 130 milljónir króna en næsta mót á PGA-mótaröðinni verður á hinum sögufræga Pebble Beach velli og hefst á fimmtudaginn. Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ástralinn Jason Day tryggði sér sinn þriðja sigur á PGA-mótaröðinni á ferlinum í kvöld en hann lék best allra á Farmers Insurance mótinu. Lokahringurinn var æsispennandi en margir kylfingar skiptust á að taka forystunna og á einum tímapunkti voru yfir átta kylfingar í forystu eða einu höggi frá henni. Það endaði því þannig að fjórir kylfingar deildu efsta sætinu að loknum 72 holum á Torrey Pines vellinum og því þurfti að grípa til bráðabana. Það voru þeir Scott Stallings, Harris English, J.B. Holmes og Jason Day en á fyrstu holu í bráðabana fengu Day og Holmes fugl á meðan að Stallings og English fengu par. Það var svo á annarri holu í bráðabananum þar sem úrslit réðust en J.B. Holmes fékk skolla á hana meðan að Day gat tvípúttað fyrir pari og sigrinum. Jason Day er gríðarlega vinsæll kylfingur á PGA-mótaröðinni, bæði meðal áhorfenda og annarra kylfinga enda er hann brosmildur með eindæmum. Ferill hans hefur þó verið plagaður af meiðslum en ef þessi hæfileikaríki kylfingur nær að halda sér heilum á komandi tímabili gæti hann hæglega gert atlögu að stærstu titlum ársins í golfheiminum. Fyrir sigurinn fékk Day rúmlega 130 milljónir króna en næsta mót á PGA-mótaröðinni verður á hinum sögufræga Pebble Beach velli og hefst á fimmtudaginn.
Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira