Borgward endurvakið Finnur Thorlacius skrifar 9. febrúar 2015 09:36 Mörg eru fræg þýsku bílamerkin eins og Volkswagen, Mercedes Benz, BMW, Porsche og Opel, en færri þekkja þýska bílaframleiðandann Borgward. Borgward var lýst gjaldþrota árið 1961, en fyrirtækið var stofnað af Carl F.W. Borgward árið 1919. Nú ríflega fimmtíu árum frá gjaldþroti Borgward er kominn nýr bíll frá endurreistu fyrirtækinu og verður hann sýndur á bílasýningunni í Genf í byrjun næsta mánaðar. Enn er mjög á huldu hverskonar bíll það er sem Borgward mun sýna. Lengi hefur staðið til að endurvekja merkið og árið 2006 var meiningin að kynna til sögunnar tvo bíla frá Borgward og hefur þróun staðið yfir í um 10 ár. Ekkert varð af kynningu bílanna þá, en nú er komið að nýjum þætti í sögu Borgward. Þrátt fyrir að merki Borgward sé að mestu fallið í gleymskunnar dá var Borgward einn af stærri bílaframleiðandi Þýskalands á sjötta áratug síðustu aldar og var einna þekktast fyrir Isabella bíl sinn, sem sést hér á mynd. Borgward framleiddi alls yfir eina milljón bíla frá árunum 1919 til 1961. Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent
Mörg eru fræg þýsku bílamerkin eins og Volkswagen, Mercedes Benz, BMW, Porsche og Opel, en færri þekkja þýska bílaframleiðandann Borgward. Borgward var lýst gjaldþrota árið 1961, en fyrirtækið var stofnað af Carl F.W. Borgward árið 1919. Nú ríflega fimmtíu árum frá gjaldþroti Borgward er kominn nýr bíll frá endurreistu fyrirtækinu og verður hann sýndur á bílasýningunni í Genf í byrjun næsta mánaðar. Enn er mjög á huldu hverskonar bíll það er sem Borgward mun sýna. Lengi hefur staðið til að endurvekja merkið og árið 2006 var meiningin að kynna til sögunnar tvo bíla frá Borgward og hefur þróun staðið yfir í um 10 ár. Ekkert varð af kynningu bílanna þá, en nú er komið að nýjum þætti í sögu Borgward. Þrátt fyrir að merki Borgward sé að mestu fallið í gleymskunnar dá var Borgward einn af stærri bílaframleiðandi Þýskalands á sjötta áratug síðustu aldar og var einna þekktast fyrir Isabella bíl sinn, sem sést hér á mynd. Borgward framleiddi alls yfir eina milljón bíla frá árunum 1919 til 1961.
Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent