Stjörnubilaður rallakstur Finnur Thorlacius skrifar 9. febrúar 2015 14:11 Einir huguðustu ökumenn heims eru í rallakstri og óvíða er ógn ökumanna meiri en hjá þeim er aka í heimsbikarnum í ralli, World Rally Championship (WRC). Því er það ekki fyrir hvern sem er að sitja í bílum þeirra í keppnum. Það gera samt aðstoðarökumenn þeirra og hér sést vel hvað við þeim blasir í keppni. Hraði sá sem hér sést er eitthvað sem fáum dettur í hug að leika eftir, sem betur fer. Víst má telja að enn færri væru til í að sitja í þessum bílum í keppni og upplifa það sem hér sést út um framrúðuna, með lífið í lúkunum. Myndskeiðið er frá elleftu sérleið Monte Carlo rallakstursins sem fram fór um daginn og ökumaður bílsins er Robert Kubica. Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Innlent
Einir huguðustu ökumenn heims eru í rallakstri og óvíða er ógn ökumanna meiri en hjá þeim er aka í heimsbikarnum í ralli, World Rally Championship (WRC). Því er það ekki fyrir hvern sem er að sitja í bílum þeirra í keppnum. Það gera samt aðstoðarökumenn þeirra og hér sést vel hvað við þeim blasir í keppni. Hraði sá sem hér sést er eitthvað sem fáum dettur í hug að leika eftir, sem betur fer. Víst má telja að enn færri væru til í að sitja í þessum bílum í keppni og upplifa það sem hér sést út um framrúðuna, með lífið í lúkunum. Myndskeiðið er frá elleftu sérleið Monte Carlo rallakstursins sem fram fór um daginn og ökumaður bílsins er Robert Kubica.
Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Innlent