Tiger Woods byrjar keppnistímabilið illa 30. janúar 2015 09:00 Tiger fann sig ekki á fyrsta hring. Getty Tiger Woods hóf keppnistímabil sitt fyrir árið 2015 í dag en Phoenix Open er fyrsta hefðbundna PGA-mótið sem hann tekur þátt í síðan um mitt síðasta ár. Woods á eflaust eftir að vona að fall sé fararheill fyrir tímabilið sem nú er að hefjast en hann byrjaði á því að fá skolla á fyrstu tvær holurnar og eftir að hafa leikið 11 holur var hann á fimm höggum yfir pari og meðal neðstu manna. Hann sýndi þó gæði sín á 13. holu með gullfallegu innáhöggi sem skilaði honum erni og einn fugl í viðbót á 17. holu lagaði stöðuna frekar. Woods lék hringinn á 73 höggum eða tveimur yfir pari sem þykir ekki gott á TPC Scottsdale þar sem skor þeirra bestu er yfirleitt í lægra lagi. Woods er því jafn í 105. sæti af 132 keppendum og hann þarf að girða sig í brók á öðrum hring og leika betra golf en í dag ætli hann sér að ná niðurskurðinum. Toppbaráttan eftir fyrsta hring lofar líka mjög góðu þar sem Ryan Palmer leiðir á sjö höggum undir pari en Bubba Watson, Keegan Bradley og Daniel Berger koma þar á eftir á sex höggum undir. Golf Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Tiger Woods hóf keppnistímabil sitt fyrir árið 2015 í dag en Phoenix Open er fyrsta hefðbundna PGA-mótið sem hann tekur þátt í síðan um mitt síðasta ár. Woods á eflaust eftir að vona að fall sé fararheill fyrir tímabilið sem nú er að hefjast en hann byrjaði á því að fá skolla á fyrstu tvær holurnar og eftir að hafa leikið 11 holur var hann á fimm höggum yfir pari og meðal neðstu manna. Hann sýndi þó gæði sín á 13. holu með gullfallegu innáhöggi sem skilaði honum erni og einn fugl í viðbót á 17. holu lagaði stöðuna frekar. Woods lék hringinn á 73 höggum eða tveimur yfir pari sem þykir ekki gott á TPC Scottsdale þar sem skor þeirra bestu er yfirleitt í lægra lagi. Woods er því jafn í 105. sæti af 132 keppendum og hann þarf að girða sig í brók á öðrum hring og leika betra golf en í dag ætli hann sér að ná niðurskurðinum. Toppbaráttan eftir fyrsta hring lofar líka mjög góðu þar sem Ryan Palmer leiðir á sjö höggum undir pari en Bubba Watson, Keegan Bradley og Daniel Berger koma þar á eftir á sex höggum undir.
Golf Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira