Stekkur yfir mótorhjól á ferð Finnur Thorlacius skrifar 30. janúar 2015 09:48 Milljónir manns hafa séð sænskan ofurhuga sem kallar sig Al the Jumper stökkva yfir hin ýmsu ökutæki á ferð sem kyrrstæð að undanförnu á Youtube. Síðasta uppátæki hans var að stökkva yfir tvö mótorhjól á ferð og sést það hér. Síðastliðið sumar gerði hann sér lítið fyrir og stökk yfir Lamborghini Gallardo sportbíl sem kom að honum á 130 km hraða og fór heljarstökk í leiðinni. Þar hefði hann eingöngu skaðað sig sjálfan ef eitthvað hefði farið úrskeiðis, en í þessu myndbandi eru mótorhjólamennirnir einnig í hættu. Það er alveg ljóst að stökkkraftur Al the Jumper er mikill og aðeins spurning hverju hann tekur uppá næst. Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Hársbreidd frá hitameti í borginni Innlent
Milljónir manns hafa séð sænskan ofurhuga sem kallar sig Al the Jumper stökkva yfir hin ýmsu ökutæki á ferð sem kyrrstæð að undanförnu á Youtube. Síðasta uppátæki hans var að stökkva yfir tvö mótorhjól á ferð og sést það hér. Síðastliðið sumar gerði hann sér lítið fyrir og stökk yfir Lamborghini Gallardo sportbíl sem kom að honum á 130 km hraða og fór heljarstökk í leiðinni. Þar hefði hann eingöngu skaðað sig sjálfan ef eitthvað hefði farið úrskeiðis, en í þessu myndbandi eru mótorhjólamennirnir einnig í hættu. Það er alveg ljóst að stökkkraftur Al the Jumper er mikill og aðeins spurning hverju hann tekur uppá næst.
Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Hársbreidd frá hitameti í borginni Innlent