Huldumennirnir á bak við smálánafyrirtækin svara engu Stefán Árni Pálsson skrifar 21. janúar 2015 14:24 Eyrún Magnúsdóttir sagði frá skrifum sínum um smálánafyrirtæki í Bítinu á Bylgjunni í morgun Stofnandi og framkvæmdastjóri Hraðpeninga gefa engar upplýsingar um smálánafyrirtækið sem Eyrún Magnúsdóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, telur að ætti frekar að nefna eftir okurlánum. Rætt var við Eyrúnu í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Hægt er að hlusta á viðtalið neðst í fréttinni. Sambærilegt fyrirtæki hafi verið stofnað í Króatíu þar sem brugðist hafi verið snögglega við með löggjöf. Í kjölfarið hafi fyrirtækið horfið á markaði. Íslendingar hafi verið langt á eftir við að koma á fót reglum um neytendalán árið 2013.Fjórföld upphæð vegna vanskila Fréttablaðið fjallaði um Hraðpeninga í desember síðastliðinum en þá var sagt frá hundrað þúsund króna skuld 21 árs karlmanns vegna láns sem hann tók hjá smálánafyrirtækinu sem var orðin að rúmlega 400 þúsund króna skuld aðeins örfáum mánuðum eftir að lánið var tekið.Sjá einnig: Lántaki þarf að greiða fjórfalda upphæð smáláns vegna vanskila Fór Fréttablaðið yfir lánaskilmála Hraðpeninga en í þeim kemur fram að þegar tekið er 20 þúsund króna lán í þrjátíu daga bætist við 733 krónur í kostnað og seðilgjald. Til þess að geta fengið lán þarf hins vegar að gangast undir lánshæfismat og þarf lántakandinn að greiða 5.900 krónur fyrir greiðslumatið í hvert sinn sem smálán er tekið og skiptir þá engu þótt fleiri en eitt lán séu tekin samdægurs. Þá bætist við margfaldur innheimtukostnaður ofan á bæði höfuðstól lánsins og lánshæfismatið lendi lántaki í vanskilum.APHuldufyrirtæki í eigu Íslendings „Þetta vakti athygli mína og þegar ég sá þetta að það hafði verið alveg nákvæmlega eins smálánafyrirtæki eins og hér á landi, og í eigu Íslendings, og með sama huldufyrirtæki á Kýpur á bakvið sig, þá fór maður aðeins að hugsa hvernig þetta virkar í raun og veru ,“ segir Eyrún. Hún hefur grafist fyrir um hverjir eiga smálánafyrirtækin á Íslandi. Í þættinum Bítið á Bylgjunni ræddi Eyrún um vinnu sína þar sem hún komst að því að Bland.is og Netgíró væru í eigu sama aðila og stofnaði bæði Hraðpeninga og sambærilegt smálánafyrirtæki að nafni Minikredit. Fyrirtækið starfaði í Króatíu þar til lög voru sett á starfsemina þar í landi árið 2012.Sneggri að setja lög á Króatíu „Í Króatíu var það þannig að þeir voru miklu sneggri en við hér á Íslandi að setja þessi lög um neytendalán sem voru ekki sett hér fyrir en árið 2013. Þau lög byggja á tilskipun frá Evrópusambandinu sem kemur árið 2008. Við erum einhvern veginn að bögglast með það í fimm ár að setja okkur einhverjar reglur um neytendalán.“ Eyrún segir það mjög athyglisvert að Króatar hafi verið fjórum árum á undan okkur í þessum málum. „Þeir voru einnig mjög fljótir að átta sig á því að þessi lög náðu ekki yfir þessi smálán og breyttu því sínum lögum í samræmi við þau lán. Þeir hertu sína löggjöf sem varð til þess að þau náðu yfir þessi smálánafyrirtæki og þau í framhaldinu hættu.“ Hún segir að slíkt hafi aftur á móti ekki gerst hér á landi. „Þetta var mikið í umræðunni þegar verið var að setja þessi lög um neytendalán hér. Stjórnvöld, bæði núveranda ríkisstjórn og sú síðasta, hafa talað um að þetta sé eitthvað sem þarf að bæta, þ.e.a.s regluverkið í kringum þessa lánastarfsemi. Í rauninni er það kannski ekki réttnefni að taka þátt í því að kalla þessi lán smálán, ég veit í raun ekkert hvernig þetta nafn kom til.“Vísir/StefánTvö til þrjú þúsund prósent kostnaður við lánin Eyrún segir að alls ekki sé um að ræða einhver smálán, heldur okurlán. „Við einhvern veginn tölum um þetta svona en það er alveg á hreinu að kostnaðurinn við þessi lán er á bilinu 2000-3000 prósent ef þau eru reiknuð upp í það sem kallast árleg hlutfallstala kostnaðar. Þ.e.a.s. heildarkostnaður við lántökuna getur verið þessi tala. Ef það stæði nú skýrum stöfum á vefsíðum þessara fyrirtækja, þá væru kannski fleiri sem myndu bakka út.“ Eyrún segir að eigendur þessara fyrirtækja séu huldumenn. „Á þessum smálánamarkaði eru í raun bara tvö fyrirtæki en eru samt með fimm vörumerki. Annað fyrirtækið heitir Neytendalán og undir því eru þrjú vörumerki, sem eru Hraðpeningar, 1909 og Múla og það var í raun sú blokk sem ég var að skoða. Það félag er sagt vera í eigu félags sem heitir Jumdon Finance og er á Kýpur en það finnst engin starfsemi á Kýpur. Það er bara einhver lögfræðistofa sem er einhver tengiliður og þeir veita engar upplýsingar og segjast bara vera bundnir þagnareiði gagnvart sínum viðskiptavinum.“Engin svör frá eigendum Eyrún segist hafa rætt við stofnanda Hraðpeninga sem er einnig eigandi Netgíró og Bland.is. „Hann heitir Skorri Rafn Rafnsson og hann vildi ekkert ræða við mig um Hraðpeninga og benti bara á Óskar Þorgils Stefánsson sem er núna framkvæmdarstjóri Hraðpeninga og ég hef reynt að ná í hann ítrekað og sent honum margar fyrirspurnir, en hann svarar engu,“ segir Eyrún sem ætlar að halda áfram að skoða þessi mál. Tengdar fréttir Lántaki þarf að greiða fjórfalda upphæð smáláns vegna vanskila Kostnaður vegna smálána getur fjórfaldast séu lánin ekki greidd innan þrjátíu daga. Ofan á hvert 20 þúsund króna lán bætast tæplega sex þúsund krónur vegna lánshæfismats. Að auki bætist innheimtukostnaður við hvert lán. Vanskil koma ekki í veg fyrir að ný 2. desember 2014 07:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira
Stofnandi og framkvæmdastjóri Hraðpeninga gefa engar upplýsingar um smálánafyrirtækið sem Eyrún Magnúsdóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, telur að ætti frekar að nefna eftir okurlánum. Rætt var við Eyrúnu í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Hægt er að hlusta á viðtalið neðst í fréttinni. Sambærilegt fyrirtæki hafi verið stofnað í Króatíu þar sem brugðist hafi verið snögglega við með löggjöf. Í kjölfarið hafi fyrirtækið horfið á markaði. Íslendingar hafi verið langt á eftir við að koma á fót reglum um neytendalán árið 2013.Fjórföld upphæð vegna vanskila Fréttablaðið fjallaði um Hraðpeninga í desember síðastliðinum en þá var sagt frá hundrað þúsund króna skuld 21 árs karlmanns vegna láns sem hann tók hjá smálánafyrirtækinu sem var orðin að rúmlega 400 þúsund króna skuld aðeins örfáum mánuðum eftir að lánið var tekið.Sjá einnig: Lántaki þarf að greiða fjórfalda upphæð smáláns vegna vanskila Fór Fréttablaðið yfir lánaskilmála Hraðpeninga en í þeim kemur fram að þegar tekið er 20 þúsund króna lán í þrjátíu daga bætist við 733 krónur í kostnað og seðilgjald. Til þess að geta fengið lán þarf hins vegar að gangast undir lánshæfismat og þarf lántakandinn að greiða 5.900 krónur fyrir greiðslumatið í hvert sinn sem smálán er tekið og skiptir þá engu þótt fleiri en eitt lán séu tekin samdægurs. Þá bætist við margfaldur innheimtukostnaður ofan á bæði höfuðstól lánsins og lánshæfismatið lendi lántaki í vanskilum.APHuldufyrirtæki í eigu Íslendings „Þetta vakti athygli mína og þegar ég sá þetta að það hafði verið alveg nákvæmlega eins smálánafyrirtæki eins og hér á landi, og í eigu Íslendings, og með sama huldufyrirtæki á Kýpur á bakvið sig, þá fór maður aðeins að hugsa hvernig þetta virkar í raun og veru ,“ segir Eyrún. Hún hefur grafist fyrir um hverjir eiga smálánafyrirtækin á Íslandi. Í þættinum Bítið á Bylgjunni ræddi Eyrún um vinnu sína þar sem hún komst að því að Bland.is og Netgíró væru í eigu sama aðila og stofnaði bæði Hraðpeninga og sambærilegt smálánafyrirtæki að nafni Minikredit. Fyrirtækið starfaði í Króatíu þar til lög voru sett á starfsemina þar í landi árið 2012.Sneggri að setja lög á Króatíu „Í Króatíu var það þannig að þeir voru miklu sneggri en við hér á Íslandi að setja þessi lög um neytendalán sem voru ekki sett hér fyrir en árið 2013. Þau lög byggja á tilskipun frá Evrópusambandinu sem kemur árið 2008. Við erum einhvern veginn að bögglast með það í fimm ár að setja okkur einhverjar reglur um neytendalán.“ Eyrún segir það mjög athyglisvert að Króatar hafi verið fjórum árum á undan okkur í þessum málum. „Þeir voru einnig mjög fljótir að átta sig á því að þessi lög náðu ekki yfir þessi smálán og breyttu því sínum lögum í samræmi við þau lán. Þeir hertu sína löggjöf sem varð til þess að þau náðu yfir þessi smálánafyrirtæki og þau í framhaldinu hættu.“ Hún segir að slíkt hafi aftur á móti ekki gerst hér á landi. „Þetta var mikið í umræðunni þegar verið var að setja þessi lög um neytendalán hér. Stjórnvöld, bæði núveranda ríkisstjórn og sú síðasta, hafa talað um að þetta sé eitthvað sem þarf að bæta, þ.e.a.s regluverkið í kringum þessa lánastarfsemi. Í rauninni er það kannski ekki réttnefni að taka þátt í því að kalla þessi lán smálán, ég veit í raun ekkert hvernig þetta nafn kom til.“Vísir/StefánTvö til þrjú þúsund prósent kostnaður við lánin Eyrún segir að alls ekki sé um að ræða einhver smálán, heldur okurlán. „Við einhvern veginn tölum um þetta svona en það er alveg á hreinu að kostnaðurinn við þessi lán er á bilinu 2000-3000 prósent ef þau eru reiknuð upp í það sem kallast árleg hlutfallstala kostnaðar. Þ.e.a.s. heildarkostnaður við lántökuna getur verið þessi tala. Ef það stæði nú skýrum stöfum á vefsíðum þessara fyrirtækja, þá væru kannski fleiri sem myndu bakka út.“ Eyrún segir að eigendur þessara fyrirtækja séu huldumenn. „Á þessum smálánamarkaði eru í raun bara tvö fyrirtæki en eru samt með fimm vörumerki. Annað fyrirtækið heitir Neytendalán og undir því eru þrjú vörumerki, sem eru Hraðpeningar, 1909 og Múla og það var í raun sú blokk sem ég var að skoða. Það félag er sagt vera í eigu félags sem heitir Jumdon Finance og er á Kýpur en það finnst engin starfsemi á Kýpur. Það er bara einhver lögfræðistofa sem er einhver tengiliður og þeir veita engar upplýsingar og segjast bara vera bundnir þagnareiði gagnvart sínum viðskiptavinum.“Engin svör frá eigendum Eyrún segist hafa rætt við stofnanda Hraðpeninga sem er einnig eigandi Netgíró og Bland.is. „Hann heitir Skorri Rafn Rafnsson og hann vildi ekkert ræða við mig um Hraðpeninga og benti bara á Óskar Þorgils Stefánsson sem er núna framkvæmdarstjóri Hraðpeninga og ég hef reynt að ná í hann ítrekað og sent honum margar fyrirspurnir, en hann svarar engu,“ segir Eyrún sem ætlar að halda áfram að skoða þessi mál.
Tengdar fréttir Lántaki þarf að greiða fjórfalda upphæð smáláns vegna vanskila Kostnaður vegna smálána getur fjórfaldast séu lánin ekki greidd innan þrjátíu daga. Ofan á hvert 20 þúsund króna lán bætast tæplega sex þúsund krónur vegna lánshæfismats. Að auki bætist innheimtukostnaður við hvert lán. Vanskil koma ekki í veg fyrir að ný 2. desember 2014 07:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira
Lántaki þarf að greiða fjórfalda upphæð smáláns vegna vanskila Kostnaður vegna smálána getur fjórfaldast séu lánin ekki greidd innan þrjátíu daga. Ofan á hvert 20 þúsund króna lán bætast tæplega sex þúsund krónur vegna lánshæfismats. Að auki bætist innheimtukostnaður við hvert lán. Vanskil koma ekki í veg fyrir að ný 2. desember 2014 07:00